Færsluflokkur: Dægurmál

Hvorum megin heiðar?

Ég lenti nýverið í forvitnilegum umræðum við karlmann um forgangsröðun. Í kjölfarið spurði ég nokkra kunningja eftirfarandi spurningar og svörin komu mér heldur betur á óvart. Mér þætti mjög gaman að sem flestir svöruðu spurningunni:

Ef þú ættir fyrirtæki á Selfossi en fjölskyldu í Reykjavík hvorum megin heiðar myndir þú kjósa að verða veðurtepptur?

 

 

 

Setti þessa spurningu einnig upp sem skoðanakönnun fyrir þá sem ekki vilja svara undir nafni.

Haustskjálftahrina?

Fyrir u.þ.b. 10 árum var mikið um skjálfta í Mýrdalsjökli og í kjölfarið var viðbúnaðarstig hækkað og hlið sett á báða enda Mýrdalssands. Á þeim tíma átti ég oft leið um sandinn og fylgdist því grannt með fréttum af skjálftum og mögulega yfirvofandi eldgosi í Kötlu og Kötluhlaupi meðfram því. En eftir því sem frá leið hætti fólk að velta sér svona mikið upp úr þessu og áður en varði voru hliðin tekin niður og flestir keyrðu Mýrdalssandinn alls hugsunarlausir um Kötlu gömlu og vána sem hún ber í sér. En þó sló hjartað ögn örar nokkra daga á ári þegar fregnaðist af skjálftum í jöklinum og fólk flýtti sér eilítið meira yfir sandinn. Þar sem ég átti svo oft leið um sandinn hlustaði ég grannt á alla virtu vísindamennina sem útdeildu visku sinni um þetta merka fyrirbæri. Og eitt var það sem ég heyrði og vakti athygli mína; skjálftavirkni Mýrdalsjökulsfjallanna er mest á haustin þegar ísinn er þynnstur á jöklinum.

Í skýrslu um Mýrdalsjökul sem Mannvit vann fyrir Kötluvikur ehf v/mats á umhverfisáhrifum Vikurnáms á Mýrdalssandi í Janúar 2002 segir: ....." Skjálftavirknin undir Goðabungu er háð árstíðum. Skjálftar eru margfalt algengari þar á haustin en fyrri part árs. Þetta hefur verið túlkað þannig að á haustin er jökulfargið minnst og grunnvatnsþrýstingur í jarðskorpunni hæstur. Báðir þessir þættir lækka núningsviðnám á misgengisflötum í skorpunni og geta þannig stuðlað að aukinni skjálftavirkni (2) ." Og "Kvikuhólfin tvö undir Mýrdalsjökli ásamt megineldstöðinni í Eyjafjallajökli liggja á austur-vestur línu. Þessari línu fylgja einnig gossprungur og misgengi á Fimmvörðuhálsi og Seljalandsheiði. Einhver tengsl virðast vera á milli eldstöðvanna tveggja því bæði eldgosin í Eyjafjallajökli á sögulegum tíma, urðu á svipuðum tíma og Kötlugosin 1612 og 1823. Það er algengt að skjálftavirkni í annarri eldstöðinni leiði til þess að fáeinir kippir verði í hinni eldstöðinni (3) .2"

Hvernig var þetta áður en settir voru skjálfamælar á Mýrdalsjökulinn og Kötlusvæðið? Voru ekki skjálftar þá? Það segir í fréttinni að venjulega finnist einungis stærstu skjálftar í byggð. Hafa Mýrdælingar ekki orðið varir við skjálfta á hverju ári um þetta leiti? Er eitthvað meiri hætta á Kötlugosi núna en um þetta leiti í fyrra? Má ekki reikna með að um sambland af hausthristingi og Eyjafjallajökulsgoseftirköstum sé að ræða? Jarðeðlisfræðingarnir segja m.a.s. berum orðum að ekki sé gosórói í kortunum. Ef svo er, eigum við þá ekki bara að anda rólega og hætta þessari æsifréttamennsku?

 

MyrdalsjokullMap 

Bendi ykkur svo á að lesa þessa stórmerkilegu skýrslu Mannvits:   

http://mannvit.is/media/files/vikrunam_a_myrdalssandi_v2.pdf
mbl.is Harður jarðskjálfti í Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt.

Það er með ólíkindum hvað "Guðs útvalda þjóð" er sækin í ófrið. Nú er búið að slá á hendur þeirra í illri meðferð á Palestínumönnum og þá snúa þeir sér bara að næsta nágranna. Geta Israelar ekki með nokkru móti lifað í sátt við aðra jarðarbúa?

 

 


mbl.is Spenna milli Ísraela og Írana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er kominn Nóvember,

... orðið nær aldimmt á morgnana þegar við förum í vinnu og skóla og himininn bleikur þegar farið er heim. Genginn er í garð tími ullarvettlinganna og kuldaskónna, að ekki sé nú talað um húfurnar og úlpurnar. Svo má reikna með að hvað úr hverju fari að snjóa. Inni er hækkað á ofnunum og kveikt á kertum. Og tónlistarsmekkurinn breytist úr poppi/rokki í mildan jazz og fortiestónlist. Og svo tekur jólatónlistin við og í gluggana læðist ein og ein sería. Farið er að huga að jólagjöfum og smákökubakstri og allt í einu eru liðnar 4 vikur og aðventan kemur með sínum fögru fyrirheitum, fjölskyldusamveru, búðarrápi, yljandi minningum og einstakri birtu sem lætur mann gleyma öllu því slæma og kveikir í manni trú á að mannkynið sé í eðli sínu gott og friður komist á - einhvern tíman.

Í hjarta mínu lifir lítil stelpa sem ennþá heldur að lífið sé fallegt ævintýri og að allar óskir muni rætast. Og um þetta leiti árs fær hún tækifæri til að gægjast út í fullorðinsheiminn og snerta hann með sakleysi sínu.

 


Þar byrjar það......

Það er náttúrulega um að gera að æða upp á ófæran fjallveg svo björgunarsveitirnar geti æft sig W00t

 


mbl.is Fastur á Þröskuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefnd Gaddafis?

Ætli þetta hafi ekki bara verið bálför karlsins? Það var jú verið að jarða hann með leynd á sama tíma og þetta gerðist.

Annars finnst mér þetta mál allt hið sóðalegasta. Það má vera sama hvað menn hafa gert - það er engin afsökun fyrir svona meðferð á fólki.


mbl.is 100 fórust þegar eldsneytisgeymir sprakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amma ræningi?

Svakalega létti mér  Smile

Út frá fyrirsögninni mætti nefnilega ætla að eldri kona hafi verið drepin þegar hún reyndi að ræna einhverju  W00t

 

byssuamma 


mbl.is Eldri kona felld í ránstilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuvettvangur lækna?

Er  það allt sem íslenskt heilbrigðiskerfi snýst um? Að læknar hafi vinnu? Ósköp eru það dapurleg skilaboð til íslenskra skattgreiðenda 

"Á fundinum var m.a. samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að einhenda sér tafarlaust í að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að atvinnuvettvangi fyrir lækna á ný."

Þessi orð segja margt um kröfur lækna til forgangsröðunar heilbrigðiskerfisins. Fyrst skal hugsað um læknana en skjólstæðingar þeirra skipa svo afgangssæti. Ekki skrýtið að íslenska heilbrigðiskerfinu sé að blæða út. Smám saman hefur Mammon náð að stroka út Hyppocratesareiðinn. 

Ég legg til að við leggjum niður heilbrigðiskerfið í núverandi mynd og reisum það svo upp á nýtt með þarfir fólksins í landinu í fyrirrúmi. 


mbl.is Nýr formaður Læknafélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknarblaðamennska

Það fyrsta sem rannsóknarblaðamenn ættu að skoða er spillingin í heilbrigðiskerfinu.
mbl.is Styrkja rannsóknarblaðamennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgin og biblían.

Af vef Rúv tók ég þessa frétt og langaði að segja mína skoðun um málið

 

Fyrst birt: 11.10.2011 08:33 GMT Síðast uppfært: 11.10.2011 08:33 GMT

Borgin sýnir vanvirðingu

Borgaryfirvöld koma fram við Gídeonfélagið af mikilli vanvirðingu, segir Sigurbjörn Þorkelsson, rithöfundur og fyrrverandi forseti og framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segist algerlega miður sín vegna þeirrar ákvörðunar að afþakka að Nýja testamentið sé gefið grunnskólabörnum. Gídeonfélagið hafi gefið börnum ritið í sextíu ár í góðu samtarfi við skólayfirvöld. Nýja testamentið sé tilgreint sem kennslugagn í aðalnámsskrá en nú hafi borgarstjórn ákveðið að flokka það út. Sigurbjörn segir að í Gídeonfélaginu sé fyrst og fremst áhugafólk um útbreiðslu Biblíunnar en með heimsóknum sínum í skólana hafi félagsmenn ekki stundað trúboð. Borgaryfirvöld hafi ekki sett sig í samband við félagið vegna málsins. frettir@ruv.is

 

 Ég er sammála Sigurbirni að borgin hafi sýnt ákveðið taktleysi í þessu máli. Eðlilegt hefði verið að tilkynna Gideon félaginu að ekki yrði framar tekið við Nýja-Testamentinu í skólum borgarinnar. Hins vegar er ég ekki sammála honum um að afhending þess flokkist ekki undir trúboð. Hvað yrði það kallað ef félag Muslima á Íslandi færi fram á að dreifa Kóraninum til grunnskólabarna? Held það yrði uppi fótur og fit. Ég kalla mig Kristna manneskju. En ég er ekki í þjóðkirkjunni og hef ekki áhuga á að trúboð af neinu tagi fari fram í grunnskólum landsins. Fólk á að hafa rétt á að velja sér hvort og hverju það trúir og taka þá ákvörðun sem fullorðnir einstaklingar en ekki í barnæsku.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband