Atvinnuvettvangur lækna?

Er  það allt sem íslenskt heilbrigðiskerfi snýst um? Að læknar hafi vinnu? Ósköp eru það dapurleg skilaboð til íslenskra skattgreiðenda 

"Á fundinum var m.a. samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að einhenda sér tafarlaust í að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að atvinnuvettvangi fyrir lækna á ný."

Þessi orð segja margt um kröfur lækna til forgangsröðunar heilbrigðiskerfisins. Fyrst skal hugsað um læknana en skjólstæðingar þeirra skipa svo afgangssæti. Ekki skrýtið að íslenska heilbrigðiskerfinu sé að blæða út. Smám saman hefur Mammon náð að stroka út Hyppocratesareiðinn. 

Ég legg til að við leggjum niður heilbrigðiskerfið í núverandi mynd og reisum það svo upp á nýtt með þarfir fólksins í landinu í fyrirrúmi. 


mbl.is Nýr formaður Læknafélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég hef alltaf litið þannig á að læknirinn er þarna fyrir mig, en ekki ég fyrir hann bara svo hann geti haft vinnu og fengið kaupið sitt... og ég fer aldrei ofan af þeirri skoðun minni

Góða helgi mín kæra

Jónína Dúadóttir, 22.10.2011 kl. 09:20

2 Smámynd: Dagný

Sammála þvi Jónina min. Takk sömuleiðis.

Dagný, 22.10.2011 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband