Færsluflokkur: Dægurmál

Ekki bara öryrkjum.

Fjöldi fólks sem stundar fulla vinnu er með undir 200 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Og þetta fólk er margt með fjölskyldu sem þarf að reiða sig á launin þeirra. Það er vonlaust að ætla að sjá fyrir kannski 2 -3 börnum á svona launum. Enda er það orðið svo að í þjóðfélaginu ríkir orðið mikil stéttaskipting. Aðeins börn tekjuhærri foreldra geta stundað íþróttir og tónlistarnám. Og það sárgrætilegasta er að börn tekjulægstu foreldranna eiga þess ekki kost að fá heita máltíð í skólanum eða vera í skólaskjóli þar til foreldrarnir eru búnir í vinnunni  þar sem það kostar of mikið. Þess eru dæmi að 6 ára börn fari heim eftir skóla og þurfi að bíða í allt að 5 klst eftir að einhver fullorðinn komi heim. Og þar er jafnvel lítið sem ekkert til að borða fyrir þau og batnar ekkert þótt fullorðna fólkið komi heim. Það er einfaldlega ekki til peningur fyrir fiski eða kjöti og því sem fólk kallar mat. Upp er að vaxa kynslóð fólks sem aldrei fær sömu tækifæri og jafnaldrarnir og það er hreinlega ávísun á afbrot og félagsleg vandamál með þeim þjóðfélagslega kostnaði sem þeim fylgir. Það er skömm að því að á Íslandi, sem til skamms tíma var velferðarríki, skuli svona heimatilbúið stórslys vera í uppsiglingu. Þessari þróun verður að snúa við. Íslendingar eru harðduglegt og vinnusamt fólk og hér ætti að geta þrifist blómstrandi þjóðfélag sem hlúir að fólkinu sínu með góðu og réttlátu félags-, heilbrigðis- og skólakerfi. Á Íslandi á enginn að þurfa að alast upp við fátækt, hvorki andlega né líkamlega. Við megum ekki láta misvitra stjórnmálamenn eyðileggja framtíð Íslenskra barna vegna þjónkunar við fáeina einstaklinga sem með réttu mætti kalla landráðamenn.
mbl.is Heldur fólki föstu í viðjum fátæktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja.

Þá er ég búin að fá skýringu á þessu hundaveðri sem heldur áfram að hrjá okkur þótt heita eigi að liðnir séu 5 dagar af sumri. Jú sjáið til, það er svo mikill niðurskurður á Íslandi að nú eru bara tvær árstíðir eftir, haust og vetur Devil

Gleðilega páska góða fólk.

Ég notaði daginn í að sofa milli næturvakta Tounge

Annars er það helst fréttnæmt að ég er að hugsa um að fara í mál við veðurstofuna fyrir þetta ömurlega veður Angry Hver er eiginlega meiningin með þessu þegar heita á að komið sé sumar? Rok og rigning, eða snjór, svo langt sem spáin nær Crying

Jæja, ætli maður verði ekki bara að taka Pollíönnu á þetta. Það er þó farið að vera bjart snemma á morgnanna og langt fram á kvöld og sumarið hlýtur að vera rétt handan við hornið Smile

baby%20in%20flower%20pot


Gleðilegt sumar !!

Merkilegt að halda upp á sumardaginn fyrsta í byrjun páskahelgarinnar. Finnst að páskarnir eigi að vera löngu búnir Wink Af hverju ætli það sé ekki föst dagsetning á þeim eins og jólunum? Það væri mun hentugra - fyrir mig a.m.k Tounge

Hér er þetta dæmigerða fyrsta sumardags veður - rok og rigning LoL

Annars man ég að stundum hafa komið góðir fyrstu sumardagar, þótt yfirleitt hafi ég ekki gert neitt sérlega mikið með þennan merkisdag annað en að gefa börnunum sumargjafir (yfirleitt útidót þegar þau voru yngri en seinna fengu þau strigaskó) og hafa pönnukökur með kaffinu. Mér er þó sérstaklega minnisstæður einn sumardagurinn fyrsti, eða reyndar var það nú sumardagurinn annar Joyful sem stendur upp úr. Ætli ég hafi ekki verið 6 ára. Og það var yndislegt veður þessa vordaga í apríllok 1966. Og ég fékk lítinn traktor í sumargjöf. Þetta var besta sumargjöf sem ég man eftir að hafa fengið. Hvað um það - traktorinn gleymdist úti í garði um kvöldið þegar ég fór að sofa. Ég var ákaflega árrisult barn og þegar ég vaknaði þennan annan sumardag mundi ég að traktorinn minn hafði orðið eftir úti kvöldið áður. Ég varð hreint miður mín og rauk út á náttfötunum að sækja traktorinn minn. Ég man það enn hvað grasið var rakt og góð lykt í loftinu og hvað ég varð glöð þegar ég fann traktorinn minn. En þegar ég ætlaði með hann inn uppgötvaði ég að útidyrnar höfðu lokast á eftir mér og ég var læst úti. Á náttkjólnum Blush Svo ég hringdi dyrabjöllunni. Ég gleymi aldrei svipnum á pabba þegar hann kom til dyra og fyrir utan stóð einkadóttirin á náttkjólnum með traktorinn sinn í hendinni LoL - klukkan hálfsjö Whistling

Já þetta er dagur barnanna. Gleðilegt sumar Heart


Það sakar ekki að vera bjartsýnn.

En ég er ansi hrædd um að það sé mikið starf fyrir höndum. Mæðra- og ungbarnavernd í Rússlandi er afspyrnu aftarlega á merinni og ungbarnadauði hærri en gerist í öðrum iðnvæddum ríkjum. Húsnæði er víða lélegt og menntunarskortur talsverður. Að auki er aðbúnaði fæðandi kvenna víðast sárlega ábótavant og óhætt að segja að á mörgum sjúkrahúsum sé lífshættulegt að fæða. Og ljósmæður eiga undir högg að sækja vegna fádæma læknis- og tæknivæðingar og skorts á menntun og viðurkenningu.

Ætti ég að ráða Pútin heilt varðandi barneignarþjónustu þá gæfi besta raun að mennta vel ljósmæðurnar í Rússlandi, efla mæðravernd og draga úr læknainngripum í eðlileg fæðingarferli. En alls er óvíst að Pútín lesi þetta blogg og ráðleggingar mínar falla því í ófrjóa mold WhistlingTounge

 


mbl.is Pútín vill fjölga Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjánalegt orðalag.

Það er ekki sjónvarpsglápið út af fyrir sig sem veldur sjúkdómunum heldur hreyfingaleysið sem tengist sjónvarpsglápinu. Hvernig væri að kalla hlutina réttum nöfnum?
mbl.is Of mikið sjónvarpsgláp veldur sjúkdómum síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er víða tiltektar þörf.

Kvótakóngarnir eiga ekki einu sinni kvótann heldur bankarnir þar sem kvótinn var að mestu fenginn á lánum. Eru það ekki einhverjir 500 milljarðar sem útgerðin skuldar? Bara gera kvótann upptækan og láta veiðar aftur í almannaeign. Láta höfðingjana sem stálu honum bera kostnaðinn. Þótt vitað sé að enginn mennskur maður getur  borgað þessa 500 milljarða til baka þá finnst mér sjálfsagt að ganga að kröfum hjá þeim svo langt sem hægt er og setja þá svo í gjaldþrot. Þeir geta þá kannski bara farið að stunda sjóinn eða landvinnslu til að hafa í sig og á eins og venjulegt fólk sem þarf að vinna fyrir laununum sínum.


mbl.is Þjóðaratkvæði um kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nema von að sverfi að.

Á sama tíma og matvara hækkar í verði þá standa launin í stað. Afborganir lána hækka einnig þannig að hjá mörgum ná endar ekki lengur saman, alveg sama hvernig þeir sýna hagsýni og nýtni í allri sinni neyslu. Fyrir tveim árum hafði mér tekist að rétta við fjárhaginn eftir nokkur erfið ár með mikilli skuldsetningu. Það var aftur farinn að vera afgangur í enda mánaðar og við fjölskyldan höfðum það bara ágætt. Nú er allt fallið í sama farið aftur, jafnvel þótt ekki sé keypt neitt til heimilisins nema matur og hreinlætisvörur. Fötin sem börnin klæðast eru afmælis- og jólagjafir og notaður fatnaður af öðrum börnum. Ég sjálf kaupi mér aldrei föt því ég er svo "heppin" að vera í vinnu sem skaffar vinnufatnað og eins og blankheitin eru þá fer maður hvort sem er aldrei út meðal fólks og þarf því ekki neitt fínna.

Jebbs - þar hafið þið það. Fjárhagsjátning fyrir alþjóð Tounge


mbl.is Matur hefur hækkað um 40 prósent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já maður spyr sig!

Er reyndar ekki löglærð og hafði ekki hugmynd um þessa 111. grein. En þegar manni er bent á þetta þá vakna grunsemdir um að þessi ríkisstjórn annað hvort fari ekki eftir því sem lögfræðilegir ráðgjafar hennar leggja til eða lögfræðilegu ráðgjafarnir séu ekki starfi sínu vaxnir.
mbl.is Ráðgáta að Ísland skyldi ekki vísa í 111. grein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víðar nasir?

Sumt fólk er bara svona. Talar áður en það hugsar Blush   Hins vegar lýsa þessi orð bara Þórunni sjálfri og eru henni ekki til sæmdar. Heima hjá mér er sagt að það rigni upp í nefið á svona hrokafullu fólki.
mbl.is „Farið hefur fé betra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband