Ekki bara öryrkjum.

Fjöldi fólks sem stundar fulla vinnu er með undir 200 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Og þetta fólk er margt með fjölskyldu sem þarf að reiða sig á launin þeirra. Það er vonlaust að ætla að sjá fyrir kannski 2 -3 börnum á svona launum. Enda er það orðið svo að í þjóðfélaginu ríkir orðið mikil stéttaskipting. Aðeins börn tekjuhærri foreldra geta stundað íþróttir og tónlistarnám. Og það sárgrætilegasta er að börn tekjulægstu foreldranna eiga þess ekki kost að fá heita máltíð í skólanum eða vera í skólaskjóli þar til foreldrarnir eru búnir í vinnunni  þar sem það kostar of mikið. Þess eru dæmi að 6 ára börn fari heim eftir skóla og þurfi að bíða í allt að 5 klst eftir að einhver fullorðinn komi heim. Og þar er jafnvel lítið sem ekkert til að borða fyrir þau og batnar ekkert þótt fullorðna fólkið komi heim. Það er einfaldlega ekki til peningur fyrir fiski eða kjöti og því sem fólk kallar mat. Upp er að vaxa kynslóð fólks sem aldrei fær sömu tækifæri og jafnaldrarnir og það er hreinlega ávísun á afbrot og félagsleg vandamál með þeim þjóðfélagslega kostnaði sem þeim fylgir. Það er skömm að því að á Íslandi, sem til skamms tíma var velferðarríki, skuli svona heimatilbúið stórslys vera í uppsiglingu. Þessari þróun verður að snúa við. Íslendingar eru harðduglegt og vinnusamt fólk og hér ætti að geta þrifist blómstrandi þjóðfélag sem hlúir að fólkinu sínu með góðu og réttlátu félags-, heilbrigðis- og skólakerfi. Á Íslandi á enginn að þurfa að alast upp við fátækt, hvorki andlega né líkamlega. Við megum ekki láta misvitra stjórnmálamenn eyðileggja framtíð Íslenskra barna vegna þjónkunar við fáeina einstaklinga sem með réttu mætti kalla landráðamenn.
mbl.is Heldur fólki föstu í viðjum fátæktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er meira ruglið....sjálfur er eg a endurhæfingarlífeyri og hann er 136 þúsund eftir skatt...og ég á litla skvísu og er að leigja:(

Pétur (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 13:09

2 identicon

Akkúrat það sem ég hugsaði þar sem ég og fleiri erum einmitt í þessari stöðu! Í fullri vinnu, eigum 2 börn eða fleiri og 140-160.000 útborgað á mánuði! Þá er afgangur eftir reikninga lítill sem enginn. Ömurleg staðreynd allt of margra og þá ekki bara öryrkja!

Heiða (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 13:14

3 identicon

Mikið rétt, ég er einstæð og ég er með tæp sléttar 200þús á mánuði eftir skatt, eftir reikninga, leigu og eitt bankalán á ég 60.000kr eftir af pening sem fer þá 30 í bensín til og frá vinnu (bý á reykjanesi vinn í hafnarfirði) þá á ég 30þús eftir í mat. Ég get ekki farið til tannlæknis, læknis eða keypt mér föt, allur minn peningur fer í reikninga og bensín. Ég er búin að vera með hálf kláraða tannrótafyllingu í tönn í heilt ár, ég bara get ekki borgað tannlæknakostnaðinn. Skórnir mínir eru svo götóttir að ég rennblotna í fæturnar á rigningardögum. Ég get ekki gert við bílinn minn, ég get ekki smurt hann. Ég hef ekki efni á mígrenis lyfjunum mínum. Stundum hef ég stolið klósetpappír úr vinnuni minni, þetta er eitthvað sem ég hélt ég myndi aldrei þurfa að gera. Samt vinn ég 100% vinnu á þreföldum vöktum.

Guð sé lof að ég á engin börn seigi ég bara. og Guð hjálpi því fólki sem á börn í þessu landi.

Johanna (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 14:10

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Spurningin er bara hver vill hengja bjölluna á köttinn?  Það er löngu ljóst að þessi ríkisstjórn er búin að vera með öll sín svik og undirferli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2011 kl. 14:35

5 identicon

Guð hvað ég kannast við þetta sem þú lýsir Jóhanna og ég er líka með börn og það er sko ekki auðvelt! Einmitt þarf svo að komast til tannlæknis en ekki getað það, bara ekki séns að það sé hægt með ca. 20-30.000,- ef þá það, eftir reikninga... :(

Heiða (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband