Já maður spyr sig!

Er reyndar ekki löglærð og hafði ekki hugmynd um þessa 111. grein. En þegar manni er bent á þetta þá vakna grunsemdir um að þessi ríkisstjórn annað hvort fari ekki eftir því sem lögfræðilegir ráðgjafar hennar leggja til eða lögfræðilegu ráðgjafarnir séu ekki starfi sínu vaxnir.
mbl.is Ráðgáta að Ísland skyldi ekki vísa í 111. grein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Enn einn naglinn í kistu ráðamanna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2011 kl. 10:29

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Lögfræðilegu ráðgjafarnir segja það sem þeim er sagt að segja. Annars héldu þeir ekki starfi sínu. Svo einfalt er það.

Magnús Óskar Ingvarsson, 15.4.2011 kl. 10:29

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

nú rísa þeir upp hver af öðrum "sérfræðingarnir" hvar hefur þetta HÁ "menntaða" fólk verið ?

Jón Snæbjörnsson, 15.4.2011 kl. 10:41

4 identicon

Helsta vandamál íslands er innan veggja alþingis.. í húsakynnum 4flokka.
Þá óværu verður að uppræta með öllum tiltækum ráðum

doctore (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 10:46

5 Smámynd: Dagný

Það er mikið til í því sem þú segir Jón. Af hverju var þetta hámenntaða fólk ekki búið að koma fram með þessar athugasemdir fyrir löngu síðan.

Dagný, 15.4.2011 kl. 11:24

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hafiði athugað hvað stendur í 111.grein eða hvað hún þýðir?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.4.2011 kl. 11:32

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eða stjórnandstaðan. Eru ekki allir sleipustu lögfræðingar landsins sem fylgt hafa Sjálfstæðisflokknum? Vissu þeir um þetta allan tímann?

Eða er um að ræða nýja túlkun og útlistun á þessari 111. gr.?

Mikið hefði nú mátt spara mikið rifrildi og fjármuni í samfélaginu ef unnt hefði verið að leysa þessi mál með betri ráðum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.4.2011 kl. 11:47

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Að vísu verður að taka með fyrirvara allt sem moggi segir þessu víkjandi.  Hann gæti verið að leggja konunni orð í munn. 

111 greinin þýðir, í stuttu máli, margt.  Td. að málið geti farið til ECJ.  Sem Stefán Már segir að komi ekki til greina!

Málið er að Íslendingar hafa aldrei viljað með málið í dóm sem vonlegt er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.4.2011 kl. 12:42

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki hefur þú lesið 111. gr. sjálfur? Hvað með 112. gr. og 113. gr.???

Hér er útdráttur:

3. þáttur. Lausn deilumála.
111. gr. 1. Bandalagið eða EFTA-ríki getur lagt deilumál er varðar túlkun eða beitingu samnings þessa fyrir sameiginlegu EES-nefndina í samræmi við eftirfarandi ákvæði. ... ... ... Hafi sameiginlega EES-nefndin ekki náð samkomulagi um lausn á slíku deilumáli innan sex mánaða frá þeim degi er þessi málsmeðferð hófst, eða hafi samningsaðilar, sem eiga aðild að deilumálinu, á þeim tíma ekki ákveðið að fara fram á úrskurð dómstóls Evrópubandalaganna, getur samningsaðili ... gripið til öryggisráðstafana í samræmi við 2. mgr. 112. gr.

4. kafli. Öryggisráðstafanir.
112. gr. 1. Ef upp eru að koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, getur samningsaðili gripið einhliða til viðeigandi ráðstafana með þeim skilyrðum og á þann hátt sem mælt er fyrir um í 113. gr. ... ... ...

113. gr. 1. Samningsaðili sem hyggst grípa til öryggisráðstafana í samræmi við 112. gr. skal tilkynna hinum samningsaðilunum það án tafar fyrir milligöngu sameiginlegu EES-nefndarinnar og skal hann veita allar nauðsynlegar upplýsingar.
 ... ... ...

---------

Með öðrum orðum er þarna vel skilgreint hvernig samningsaðila EES er heimilt að grípa til skyndiráðstafana vegna neyðarástands (til dæmis að endurskipuleggja fjármálakerfi sitt vegna algjörs bankahruns). Einnig er þar vel skilgreint hvernig vísa megi deilumálum, meðal annars vegna slíkra ráðstafana, til sameiginlegu EES-nefndarinnar og fá úrlausn þeirra þar eða vísa áfram til dómstóla.

Getur verið að snillingarnir í Samfylkingunni sem sátu í ríkisstjórn þegar umrædd atvik áttu sér stað, hafi hreinlega ekki verið betur að sér um lagarammann í Evrópumálum, en að þau hafi ekki fattað þetta? Ef svo er, þá eru þá eru þau ekki einu sinni trúverðugir fulltrúar þeirra sem þó vilja ganga í ESB!  

Hluti af áróðrinum fyrir IceSave ríkisábyrgð var að það sé betra að fara samningaleiðina en dómstólaleiðina. Dómstólar eru til þess að skera úr um ágreining og bróðurpartur þeirra laga sem dómstólar fjalla um tengjast samningum. Í þessu tilviki eru meira að segja sérlög sem gilda um aðeins einn tiltekinn samning. ÞETTA ER SAMNINGALEIÐIN! Og talandi um samningaleiðir, þá mun ég seint þreytast á að benda Ómari Bjarka og fleirum sem ekki virðast hafa kynnt sér málið rækilega, að þessi samningur skyldar okkur einnig til að fara eftir ákvæðum tilskipunar 94/19/EB um innstæðutryggingar þar sem bann er lagt við ríkisábyrgð.

Hvort verður farið einhverskonar "dómstólaleið" sem Bretar óttast reyndar meira en andskotann sökum fordæmisgildis, er aukaatriði. Skilanefnd Landsbankans hefur t.d. ítrekað lýst því yfir að ekkert verði greitt úr búinu nema samkvæmt dómi. Hvort sem við hefðum álpast til að segja já eða nei um síðustu helgi þá fela báðar leiðirnar í sér bæði samninga og dómstóla. Aðalatriðið er að fara að lögum og virða gerða samninga, þar á meðal EES samninginn og þau lög sem um hann gilda.

Sem betur fer reyndist meirihluti fyrir því.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2011 kl. 13:02

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já Ísland er þarna brotlegt við 112 og 113 grein.  Mega ekki grípa til þessara ráðstafanna án samráðs og samþykkis.

Ísland svoleiðis mölbrotlegt við allar greinar EES.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.4.2011 kl. 13:40

11 identicon

Ég fór á Borgarafund í Iðnó fyrir c.a 2 árum. Þar var þessi sprenglærða kona Elvira Mendez á meðal ræðumanna. Hún BENTI STRAX ÞÁ Á ÞESSA LEIÐ. Ekki nóg með það heldur spurði hún Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra af hverju þessi leið væri ekki farinn. Hún spurði hann fyrir framan alla á staðnum.

Núna loksins eftir 2 ár eða meira eru menn farnir að átta sig á því að þessi kona var að tala um einu réttu leiðina.

Ég ræddi við þessa konu eftir fundinn og var mjög hrifinn af hennar þekkingu og innsýn í Evrósk lagaumhverfi. Eftir það hef ég aldrei verið hræddur við dómstólaleið. Þessvegna sagði ég NEI við Icesave.

Það er rétt sem fólk er farið að segja æ meira að fjórflokkurinn er vandamál Íslendinga. Ekkert annað. Heilbrgigð landstjórn hefði fyrir löngu varið rétt Íslands.

Íslendingar eru kjánar fyrir að kjósa þetta yfir sig.

Már (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 13:43

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

111.greinin þýðir í raun að brotamál geta haft áhrif á samninginn eða stöðu brotaríkis gagnvart EES samnignum.

þetta er þó flókið og ekki eitthvað sem skeður 1,2&3. 

Sko, það er eins og íslendingar geti ekki skilið að öll EES ríkin telja skuldbindingar íslands þessu viðvíkjandi óumdeildar.  Bæði varðandi ábyrgð á bótum til innstæðueigenda og líka varðandi Jafnræðisbrotið.

það er það sem skiptir máli.

það skiptir engu máli hvað einhverjum útí bæ ,,finnst" eða að einhver dálkahöfundur í New York ,,skilji ekki" um hvað málið snýst.

EES ríkin skilja þetta alveg.  það er það sem skiptir máli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.4.2011 kl. 17:40

13 identicon

það stendur ekkert þarna með samþykki gagnaðila.

það stendur þarna skýrum stöfum "einhliða".

óskar bjarki bjarnason (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband