12.11.2011 | 13:14
Okkar frábæra björgunarfólk.
Við Íslendingar megum svo sannarlega vera stoltir af okkar björgunarsveitafólki. Frábær fagmennska og vaskleg framganga einkennir alla þeirra vinnu. Nú er stutt í flugeldasöluna sem er aðalfjáröflunarleið björgunarsveitanna og það væri svo sannarlega óskandi að allir Íslendingar beindu flugeldakaupum sínum til þeirra.
Margfalt húrra fyrir björgunarsveitum Íslands!
Maðurinn fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Um hvað ætli þetta 4 mínútna samtal hans við neyðarlínuna hafi fjallað?
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.11.2011 kl. 13:30
Frábært algjörlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2011 kl. 13:38
Þetta er með öllu ótrúlegt, þvílík þrautseigja hjá björgunarsveitarfólkinu. Einhverjir hefðu verið búnir að gefa upp alla von...............
Jóhann Elíasson, 12.11.2011 kl. 14:37
Það er satt Jóhann - seiglan er ótrúleg og merkilegt að þeir skyldu ekki gefast upp þegar nokkuð ljóst var orðið að maðurinn gæti ekki enn verið á lífi eftir allt þetta óveður.
Dagný, 12.11.2011 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.