30.4.2011 | 12:51
Ekki bara öryrkjum.
Fjöldi fólks sem stundar fulla vinnu er með undir 200 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Og þetta fólk er margt með fjölskyldu sem þarf að reiða sig á launin þeirra. Það er vonlaust að ætla að sjá fyrir kannski 2 -3 börnum á svona launum. Enda er það orðið svo að í þjóðfélaginu ríkir orðið mikil stéttaskipting. Aðeins börn tekjuhærri foreldra geta stundað íþróttir og tónlistarnám. Og það sárgrætilegasta er að börn tekjulægstu foreldranna eiga þess ekki kost að fá heita máltíð í skólanum eða vera í skólaskjóli þar til foreldrarnir eru búnir í vinnunni þar sem það kostar of mikið. Þess eru dæmi að 6 ára börn fari heim eftir skóla og þurfi að bíða í allt að 5 klst eftir að einhver fullorðinn komi heim. Og þar er jafnvel lítið sem ekkert til að borða fyrir þau og batnar ekkert þótt fullorðna fólkið komi heim. Það er einfaldlega ekki til peningur fyrir fiski eða kjöti og því sem fólk kallar mat. Upp er að vaxa kynslóð fólks sem aldrei fær sömu tækifæri og jafnaldrarnir og það er hreinlega ávísun á afbrot og félagsleg vandamál með þeim þjóðfélagslega kostnaði sem þeim fylgir. Það er skömm að því að á Íslandi, sem til skamms tíma var velferðarríki, skuli svona heimatilbúið stórslys vera í uppsiglingu. Þessari þróun verður að snúa við. Íslendingar eru harðduglegt og vinnusamt fólk og hér ætti að geta þrifist blómstrandi þjóðfélag sem hlúir að fólkinu sínu með góðu og réttlátu félags-, heilbrigðis- og skólakerfi. Á Íslandi á enginn að þurfa að alast upp við fátækt, hvorki andlega né líkamlega. Við megum ekki láta misvitra stjórnmálamenn eyðileggja framtíð Íslenskra barna vegna þjónkunar við fáeina einstaklinga sem með réttu mætti kalla landráðamenn.
![]() |
Heldur fólki föstu í viðjum fátæktar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.4.2011 | 21:10
Jæja.
Þá er ég búin að fá skýringu á þessu hundaveðri sem heldur áfram að hrjá okkur þótt heita eigi að liðnir séu 5 dagar af sumri. Jú sjáið til, þ að er svo mikill niðurskurður á Íslandi að nú eru bara tvær árstíðir eftir, haust og...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2011 | 19:09
Gleðilega páska góða fólk.
Ég notaði daginn í að sofa milli næturvakta Annars er það helst fréttnæmt að ég er að hugsa um að fara í mál við veðurstofuna fyrir þetta ömurlega veður Hver er eiginlega meiningin með þessu þegar heita á að komið sé sumar? Rok og rigning, eða snjór, svo...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2011 | 10:58
Gleðilegt sumar !!
Merkilegt að halda upp á sumardaginn fyrsta í byrjun páskahelgarinnar. Finnst að páskarnir eigi að vera löngu búnir Af hverju ætli það sé ekki föst dagsetning á þeim eins og jólunum? Það væri mun hentugra - fyrir mig a.m.k Hér er þetta dæmigerða fyrsta...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2011 | 18:20
Það sakar ekki að vera bjartsýnn.
En ég er ansi hrædd um að það sé mikið starf fyrir höndum. Mæðra- og ungbarnavernd í Rússlandi er afspyrnu aftarlega á merinni og ungbarnadauði hærri en gerist í öðrum iðnvæddum ríkjum. Húsnæði er víða lélegt og menntunarskortur talsverður. Að auki er...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)