Hvorum megin heiðar?

Ég lenti nýverið í forvitnilegum umræðum við karlmann um forgangsröðun. Í kjölfarið spurði ég nokkra kunningja eftirfarandi spurningar og svörin komu mér heldur betur á óvart. Mér þætti mjög gaman að sem flestir svöruðu spurningunni:

Ef þú ættir fyrirtæki á Selfossi en fjölskyldu í Reykjavík hvorum megin heiðar myndir þú kjósa að verða veðurtepptur?

 

 

 

Setti þessa spurningu einnig upp sem skoðanakönnun fyrir þá sem ekki vilja svara undir nafni.

Haustskjálftahrina?

Fyrir u.þ.b. 10 árum var mikið um skjálfta í Mýrdalsjökli og í kjölfarið var viðbúnaðarstig hækkað og hlið sett á báða enda Mýrdalssands. Á þeim tíma átti ég oft leið um sandinn og fylgdist því grannt með fréttum af skjálftum og mögulega yfirvofandi...

Sorglegt.

Það er með ólíkindum hvað "Guðs útvalda þjóð" er sækin í ófrið. Nú er búið að slá á hendur þeirra í illri meðferð á Palestínumönnum og þá snúa þeir sér bara að næsta nágranna. Geta Israelar ekki með nokkru móti lifað í sátt við aðra...

Nú er kominn Nóvember,

... orðið nær aldimmt á morgnana þegar við förum í vinnu og skóla og himininn bleikur þegar farið er heim. Genginn er í garð tími ullarvettlinganna og kuldaskónna, að ekki sé nú talað um húfurnar og úlpurnar. Svo má reikna með að hvað úr hverju fari að...

Þar byrjar það......

Það er náttúrulega um að gera að æða upp á ófæran fjallveg svo björgunarsveitirnar geti æft sig

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband