9.11.2011 | 20:18
Hvorum megin heiðar?
Ég lenti nýverið í forvitnilegum umræðum við karlmann um forgangsröðun. Í kjölfarið spurði ég nokkra kunningja eftirfarandi spurningar og svörin komu mér heldur betur á óvart. Mér þætti mjög gaman að sem flestir svöruðu spurningunni:
Ef þú ættir fyrirtæki á Selfossi en fjölskyldu í Reykjavík hvorum megin heiðar myndir þú kjósa að verða veðurtepptur?
Setti þessa spurningu einnig upp sem skoðanakönnun fyrir þá sem ekki vilja svara undir nafni.
Athugasemdir
Hjá fjölskyldunni minni :-)
Jónína Dúadóttir, 9.11.2011 kl. 21:09
Segi sama og Jónína. Get að öðru leiti ekki tekið þátt í könnuninni hún er of staðbundinn fyrir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 21:22
Ef ég væri með fjölskyldu, sem vildi búa í Reykjavík og hvergi annars staðar og ég setti upp fyrirtæki á Selfossi, þá væri ég að gefa í skyn að ég væri alveg til í að lifa án hennar.......
Jóhann Elíasson, 9.11.2011 kl. 21:39
Ef ég væri með fjölskyldu, sem vildi búa í Reykjavík og hvergi annars staðar og ég setti upp fyrirtæki á Selfossi, þá væri ég að gefa í skyn að ég væri alveg til í að lifa án hennar. Það væri nokkuð sama hvar ég væri veðurtepptur......
Jóhann Elíasson, 9.11.2011 kl. 21:41
Á litlu kaffistofunni
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.11.2011 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.