Ein tillaga í viðbót:

Skikkið lækna til að sinna vinnunni sinni á dagvinnutíma í stað þess að takmarka framboð á viðtalstímum milli klukkan 8 og 16 og beina fólki þar með á vakttíma heilsugæslunnar, sem er mun dýrari og læknavaktina, sem er einkarekin af læknum og því borguð af Sjúkratryggingum fyrir margfalda þá fjárhæð sem heilsugæslan er rekin fyrir.
mbl.is Vilja efla heilsugæsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvaða bull er þetta Dagný? Bentu á læknana, sem eru að slóra í dagvinnunni.

Sigurbjörn Sveinsson, 8.12.2010 kl. 14:08

2 Smámynd: Dagný

Blessaður Sigurbjörn minn. Þegar ég var að vinna á ónefndri heilsugæslustöð í höfuðstaðnum kom það iðulega fyrir að þar sem áttu að vera 5 læknar í vinnu voru þeir bara einn eða tveir. Það voru vaktafrí fyrir þá sem höfðu verið á vaktinni á einkareknu stöðinni, námsleyfi, kennsluleyfi, sein mæting vegna síðdegisvaktarinnar sem var frá 16 - 19 og svo voru fundir og skreppir og langt hádegishlé. Þar sem ég er núna sýnist mér ástandið vera kannski örlítið skárra - en margt sem mætti bæta. Tók saman saman að gamni einn dag í síðustu viku þar sem komu 24 skjólstæðingar í fyrirfram bókaða tíma á dagvaktina en 36 á síðdegis-/kvöldvaktina og á akútvakt kl 8-16 komu 20 sjúklingar. Þetta tel ég ekki vera eðlileg hlutföll. En þú?

Dagný, 8.12.2010 kl. 16:47

3 Smámynd: Dagný

Þarna átti náttúrulega bara að vera eitt "saman" og ég gleymdi að taka það fram að á þessari heilsugæslustöð eru starfandi 7 læknar og einn læknanemi og jú það komu líka 7 börn til læknis og hjúkrunarfræðings í ungbarnavernd.

Dagný, 8.12.2010 kl. 17:16

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ég er sammála þér Dagný, það er ótrúlegt hvað læknar komast upp með mikið....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.12.2010 kl. 01:27

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég er auðvitað ekki í neinni aðstöðu til að svara spurningu þinni. Almennt talað þá segir einn dagur ekki neitt, vika litlu meira, mánuður nærri lagi en það þarf árið til að meta hvort einstakir læknar skila eðlilegum afsköstum.

Svo eru þínar athuganir á einum degi á Heilsugæslunni á Selfossi alveg ósambærilegar við Heilsugæsluna í Reykjavík, sem tillögur ráðuneytisins snúa að.

Sigurbjörn Sveinsson, 9.12.2010 kl. 09:14

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit ekkert um málið, svo ég get ekki tjáð mig um það.  En svona heilt yfir sýnist mér að það væri hægt að breyta skipulaginu, og virkja heimilislækna betur og minnka að komu sérfræðinganna.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2010 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband