Það þarf að draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins.

Á þessu ári er áætlað að sjúkratryggingar fari 2 milljarða fram úr fjárlögum. Þó fengu þær í sinn hlut yfir 26 milljarða á fjáhagsáætlun. Megnið af þessum peningum fer til sjálfstætt starfandi sérfræðilækna. Sérfræðilæknar reka sínar eigin stofur og skurðstofur þar sem engu er til sparað. Öll nýjustu tæki og tól og flottustu innréttingar og græjur. Það hefur verið reynt að draga úr kostnaði við þeirra rekstur en ekki gengið. Sá garður reynist alltaf of hár og því er ráðist á hann þar sem hann er lægstur. Tekin er af fremur ódýr þjónusta (hjúkrunarfræðingar eru ódýrari en læknar) sem hefur hjálpað til að langveik börn geti verið sem mest og lengst heima hjá sér. Það endar nefnilega alltaf á því að börn, sjúklingar, barnshafandi konur og gamalmenni fá skellinn þegar skera þarf niður. 

Og á meðan sjúkratryggingar eyða milljörðum í skurðstofur fyrir sérfræðilæknana á höfuðborgarsvæðinu standa fullbúnar skurðstofur á sjúkrastofnunum úti um allt land vannýttar.


mbl.is Ætla að hætta að greiða Heimahjúkrun barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.12.2010 kl. 22:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg hárrétt hjá þér Dagný mín.  Og ofan á allt þetta er verið að leggja pening í nýtt hátæknisjúkrahús, án hugunar hvernig eigi að manna og reka það.  Þetta er bruðl af versta tagi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2010 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband