Færsluflokkur: Dægurmál
14.8.2011 | 16:48
Sammála Bjarna.
![]() |
Vill slíta aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2011 | 08:53
Nýtni og ráðdeildarsemi.
Út um allt stendur tómt húsnæði og það er um að gera að nýta það frekar en leggja í lántöku vegna nýrrar byggingar. Það er nú líka svo að þegar ríkið byggir þá virðist alltaf þurfa að vera einhver flottræfilsháttur á því - dýr arkitektúr, dýr efniviður, dýrar innréttingar og húsgögn og svo endar það oft með því að húsin eru jafnvel óhentug fyrir þá starfsemi sem þar skal fara fram, enda sjaldnast talað við þá sem eiga að vinna á staðnum eða nota þjónustuna. Þetta sér maður svo glöggt á t.d. ýmsum heilbrigðisstofnunum. Þannig að þótt ég sé oft sammála honum Ögmundi þá er þetta ekki eitt af þeim skiptum.
![]() |
Rætt um að breyta Víðinesi í fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2011 | 23:41
Horfð'a björtu hliðarnar.
Mikið er þessi heili undarlegt fyrirbæri. Ég fékk þetta lag á heilann um daginn og tekst bara alls ekki að losna við það þaðan En það vill svo vel til að mér líkar hreint ágætlega við lagið og set það hér inn ef einhver annar skyldi vilja fá það á heilann
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2011 | 00:15
Og ég sem hélt að við værum næst í röðinni.
Og við erum m.a.s. á eftir frönsku konunum. Og þar í landi er mikið reykt og mikið drukkið. Og íslensku karlarnir eru heldur ekki taldir upp sem elstu karlarnir. Við þurfum greinilega að bæta okkur í rauðvínsdrykkjunni og hætta þessum reykingaáróðri
![]() |
Japanskar konur enn langlífastar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2011 | 11:07
Norge
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2011 | 10:06
Nú?!
Mér finnst þetta nú frekar líkjast Raspútín
Annars er það nú svo að kenningar Vesturlandabúa um það hvernig Jesús leit út eru mikið til litaðar af málverkum ítalskra og þýskra miðaldamálara sem höfðu aldrei séð annað en Evrópska menn og máluðu Jesús því þannig. En fólk má vitaskuld túlka þetta eins og það vill - það er greinilega andlitsmynd á strimlinum. Ólíklegt er þó að Guð hafi nokkuð með þetta að gera
![]() |
Telja að Jesús hafi birst á kvittuninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.7.2011 | 12:41
Þetta er ekki pía - þetta er barn.
![]() |
Þessi pía er algerlega með'etta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.7.2011 | 22:29
Aðeins úrleiðis.
Maðurinn hefur verið kominn ansi langt af leið. Þetta hefði getað farið mjög illa. Ef maður villist á fjöllum er best að koma sér fyrir í skjóli og halda kyrru fyrir. Þetta var m.a. það sem maður lærði í skátunum í denn. Greinilegt að blessaður maðurinn hefur ekki vitað þetta gullna boðorð.
![]() |
Maðurinn er fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2011 | 11:39
Skammsýni og vanþekking.
Er sem sagt meiningin að 3 dýralæknar sinni eftirlitsstörfum um landið þvert og endilangt? Hvað með dýralækningarnar? Eiga veik og slösuð dýr bara að deyja drottni sínum? Þessi breyting sýnir mikla fáfræði á störfum héraðsdýralækna. Þeir eru ekki bara eftirlitsaðilar með dýrahaldi og slátrunum heldur sinna þeir almennum læknisverkum, lyfjagjöfum og lyfsölu, sem og ráðgjöf til bænda. Að mínu mati eru þetta forkastanleg vinnubrögð og spurning hvort ekki sé hér um brot á dýraverndunarlögum að ræða. Það kerfi sem hefur verið hefur tryggt að dýr fái læknisþjónustu hvenær sem þörf krefur og sýnt sig að vera hentugt út um dreifðari byggðir landsins. Það er jú þar sem sauðfjár- og nautgriparækt landsins á sér stað.
![]() |
Öllum héraðsdýralæknum sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2011 | 17:52
Hugmynd að fljótlegri bráðabirgðabrú!
Víða um heim hafa herfylki þurft að hrófla upp brúm í hvelli og þær þurfa að bera þungaflutninga og skriðdreka m.a. Þá hafa þeir notað svokallaðar Bailey brýr sem fljótlegt er að setja upp og taka niður. Legg til að vegagerðin komi sér upp Bailey brúakitti sem grípa mætti til við svona aðstæður. Mér er nefnilega til efs að þetta verði í síðasta sinn sem vegur fer í sundur eða brú flýtur af á á Íslandi.
Bailey brú
![]() |
Hugsanlegt að ferja bílana yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)