Færsluflokkur: Dægurmál

Til hvers erum við með lýðræði?

Ef fólk nýtir ekki lýðræðislegan rétt sinn til að hafa áhrif á samfélagið er það ekki þess vert að búa í lýðræðisríki. Það er vanvirðing við lýðræðið að kjósa ekki í almennum kosningum. Ekki vera að kvarta undan ómögulegum stjórnvöldum ef þið gerið svo ekkert til að breyta því sem hægt er. Til þeirra sem kusu í dag vil ég segja: "vel gert". Hafið þið hin skömm fyrir.
mbl.is 21% höfðu kosið kl. 17
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úff....

ekkert smá erfitt að velja hverjir eru hæfastir til að endurskoða stjórnarskrána. Það er svo margt gott fólk í framboði til stjórnlagaþingsins. Ég er búin að velkjast fram og til baka - setja fólk inn á listann - skipta því afur út fyrir einhvern annan - setja það jafnvel aftur inn og alltaf er ég að finna nýja fleti á frambjóðendum sem mér finnast nauðsynlegir eða ómögulegir. Langar líka að hafa fólk úr öllum geirum samfélagsins á öllum aldri og af báðum kynjum. Eina krafan mín er að fólk sé réttsýnt og heiðarlegt. Sem betur fer sýnist mér flestir frambjóðenda vera þannig fólk - en það auðveldar mér síst valið Undecided

Vona að sem flestir nýti kosningarétt sinn í dag. Við þurfum að finna að við búum í lýðræðisþjóðfélagi - Ísland er jú elsta lýðræði heimsins Joyful

Eigið góðan kosningadag kæru landar Smile

íslenski fáninn


mbl.is Kosning hófst almennt kl. 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynug sú gamla


mbl.is Vill að Palin haldi sig í Alaska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hefst þá....

jólaundirbúningurinn.

Haldið var upp á tvöfalt 6 ára afmæli hér í gær, tvöfalt í allri merkingu, hér voru tvö afmælisbörn og tvær veislur - ein vinkonu og ein ættingja Smile  Það passar mjög vel að hefja aðventuna þegar þessi veisluhöld eru frá - bara vika í fyrsta sunnudag í aðventu Heart

Ég hef alla tíð verið mikið jólabarn og árum saman hóaði ég stórfjölskyldunni saman á fyrsta sunnudag í aðventu í smákökur og kaffi. Það voru óhemju notalegar stundir og hjá okkur gekk eiginlega hátíðin í garð með þessu boði. Húsið var alltaf skreytt og bakaðar nokkrar kökusortir helgina fyrir aðventubyrjun og þá fékk maður líka að þjófstarta jólalagaspilinu Wink En svo fæddust litlu snúllurnar mínar um miðjan nóvember og eftir það hefur ekki verið haldið aðventuboð þar sem afmælið þeirra ber eiginlega í aðventuhelgina. Svo það er bara öllum hóað saman í afmælisboð í staðinn og síðan hafist handa við jólaskreytingar og smákökubakstur. Ósköp notalegt þótt það sé vissulega öðruvísi. En siðir breytast líkt og fólkið og eitt kemur í annars stað.

Óska ykkur góðrar vinnuviku - ég ætla að njóta hennar Smile


Hvernig geta menn leyft sér þetta?

Nei nei - ég er ekkert að tala um bankamálin núna heldur þetta myndband sem birtist á Pressunni undir yfirskriftinni "Bráðfyndnar bleyjuskiptingar: Þessir pabbar dóu ekki ráðalausir". Mér finnst einfaldlega ekkert fyndið við þetta. Svona tilburði hef ég séð oftar en ég kæri mig um og finnst þeir niðurlægjandi fyrir barnið og sýna bara tengslaleysi þessara feðra við börnin sín.  Að eiga börn inniber líka þá sjálfsögðu umönnun að halda þeim hreinum og sé maður í góðu sambandi við barnið sitt þykir manni það ekkert ógeðslegt - það er bara partur af daglega lífinu. Og að klæða sig upp í múnderingu eins og þessir kallar er bara fáránlegt.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband