Hið íslenska menningaruppeldi?

Hvað gengur uppeldismenntuðu fólki til að stefna börnunum á svo lágkúrulegan múgsefjunarviðburð? 

Ég hef miklar áhyggjur af uppvaxandi kynslóðum Íslendinga sem neyðast til að sitja undir svona lágkúru frá unga aldri. Í leikskólum landsins (nema Hjallastefnu-) eru börnin látin hlusta á allskyns dægurtónlist og þykir víða voða krúttlegt að láta þau syngja með - því kjánalegri texti, því krúttlegra. Og helst eiga litlu stelpurnar að dilla bossanum með og strákarnir að gera bardagatakta.  Svo heldur þetta greinilega áfram upp skólagönguna í sumum skólum eins og þarna kemur fram.

Hvað eiga foreldrar að gera þegar kennurum dettur svona bjánagangur í hug? Það er erfitt að vera leiðinlega foreldrið sem segir "nei ég vil ekki að barnið mitt taki þátt í svona lágkúru" og barnið sem situr eftir af því að foreldrarnir vilja ekki að barnið taki þátt í lágkúrunni missir af því að vera með félögum sínum í sameiginlegri upplifun og hætt við að það lendi útundan og jafnvel í einelti af því það er svo "púkalegt".

Að mínu mati á skólastarf ekki að snúast um að elta tískudellur og dægurflugur. Hlutverk skóla er að leggja grunn að heilsteyptum einstaklingum sem bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðru fólki og umhverfi sínu, eru færir um að mynda sér eigin skoðanir og tjá þær á gagnmerkan hátt og þurfa ekki að elta tísku og múgæsing til að líða vel í eigin skinni.

Ef svona uppákomur þykja orðið sjálfsagðar í íslensku skólastarfi held ég að endurskoða þurfi menntun grunnskólakennara og þær kröfur sem gerðar eru til þeirra.


mbl.is Mikil stemning á tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er þetta ekki bara græskulaust gaman Dagný mín? Ég sé í raun og veru ekkert að þessu, en ég er ef til vil hlutdræg sem Jóróvisjónaðdáandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2012 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband