Skammsýni og vanþekking.

Er sem sagt meiningin að 3 dýralæknar sinni eftirlitsstörfum um landið þvert og endilangt? Hvað með dýralækningarnar? Eiga veik og slösuð dýr bara að deyja drottni sínum? Þessi breyting sýnir mikla fáfræði á störfum héraðsdýralækna. Þeir eru ekki bara eftirlitsaðilar með dýrahaldi og slátrunum heldur sinna þeir almennum læknisverkum, lyfjagjöfum og lyfsölu, sem og ráðgjöf til bænda. Að mínu mati eru þetta forkastanleg vinnubrögð og spurning hvort ekki sé hér um brot á dýraverndunarlögum að ræða. Það kerfi sem hefur verið hefur tryggt að dýr fái læknisþjónustu hvenær sem þörf krefur og sýnt sig að vera hentugt út um dreifðari byggðir landsins. Það er jú þar sem sauðfjár- og nautgriparækt landsins á sér stað.

 


mbl.is Öllum héraðsdýralæknum sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tengdadóttir mín er búin að hafa þessa vitneskju núna í meira en ár.  Hún er að undirbúa sig undir uppsögnina.  Já dýralæknir á Búðardal á að sinna ÖLLUM VESTFJÖRÐUM.  Þessi tengdadóttir hefur verið á 24 tíma vakt, segi og skrifa núna í meira en 10 ár, hún er orðin svo þreytt á að þurfa að þeytast um alla vestfirði og geta aldrei um frjálst höfuð strokið nema þegar hún fær sumarfrí.  Ekki batnar ástandið núna þegar einn dýralæknir í Dölum á að hafa þetta á sinni könnu.  Við vitum að dýr slasast, þau eiga í fæðingarerfiðleikum og svo margt sem kemur upp á NÚNA ekki á morgunn eða hinn.  Þetta er hið mesta feigðarflan sem ekki er hugsað til enda hjá þessum möppudýrum í aðalstöðvunum. 

Og það hlálegasta við þetta allt saman er að þeir eru að útbúa NÝ DÝRAVERNDURNARLÖG.  Um leið og kippt er fótunum undan þjónustunni við blessuð dýrin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2011 kl. 13:39

2 Smámynd: Dagný

Þetta er alveg með ólíkindum. Hefði auðvitað frekar átt að fjölga dýralæknum á landsbyggðinni.

Dagný, 13.7.2011 kl. 22:30

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nákvæmlega Dagný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.7.2011 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband