Nú er kominn Nóvember,

... orđiđ nćr aldimmt á morgnana ţegar viđ förum í vinnu og skóla og himininn bleikur ţegar fariđ er heim. Genginn er í garđ tími ullarvettlinganna og kuldaskónna, ađ ekki sé nú talađ um húfurnar og úlpurnar. Svo má reikna međ ađ hvađ úr hverju fari ađ snjóa. Inni er hćkkađ á ofnunum og kveikt á kertum. Og tónlistarsmekkurinn breytist úr poppi/rokki í mildan jazz og fortiestónlist. Og svo tekur jólatónlistin viđ og í gluggana lćđist ein og ein sería. Fariđ er ađ huga ađ jólagjöfum og smákökubakstri og allt í einu eru liđnar 4 vikur og ađventan kemur međ sínum fögru fyrirheitum, fjölskyldusamveru, búđarrápi, yljandi minningum og einstakri birtu sem lćtur mann gleyma öllu ţví slćma og kveikir í manni trú á ađ mannkyniđ sé í eđli sínu gott og friđur komist á - einhvern tíman.

Í hjarta mínu lifir lítil stelpa sem ennţá heldur ađ lífiđ sé fallegt ćvintýri og ađ allar óskir muni rćtast. Og um ţetta leiti árs fćr hún tćkifćri til ađ gćgjast út í fullorđinsheiminn og snerta hann međ sakleysi sínu.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Yndisleg fćrsla Dagný mín. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 1.11.2011 kl. 22:13

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ţetta er svo gott og fallegt... litla stelpan sem lifir í mínu hjarta hugsar eins og ţín....

Jónína Dúadóttir, 1.11.2011 kl. 22:37

3 Smámynd: Dagný

Takk elskurnar. Fékk smá nostalgíukast ;o)

Dagný, 2.11.2011 kl. 16:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband