Það sem maður kemur sér í.

Í vor var ég að lesa skemmtilega grein á netinu og sá þá jafnframt að höfundurinn var að hætta að skrifa fyrir þann miðil og benti þeim sem hefðu áhuga á skrifum hennar að gerast vinir á fésbókinni. Og auðvitað þurfti ég að demba mér í það - maður á jú aldrei nóg af vinum Tounge Ekki löngu síðar sendi höfundurinn mér skilaboð þar sem hún vildi vita allt sem vitað væri um tölulegar staðreyndir í íslenska heilbrigðiskerfinu þegar kemur að meðgöngu, fæðingu og ungbörnum. Þar sem ég er sjálf ákaflega áhugasöm um þessi málefni var ég vitaskuld með þetta allt á reiðum höndum Wink Þar með hóf boltinn að rúlla og áður en ég vissi af var þessi pistlahöfundur/rithöfundur búin að bóka flug til Íslands til að hitta mig og helling af öðrum ljósmæðrum, læknum og meira að segja sjálfan landlækninn W00t Það kom nefnilega í ljós að hún er að skrifa bók um barneignir og ungabörn í BNA og hvað markaðsöflin þar spila stórt hlutverk í meðferð kvenna og barna í kring um fæðingu barnanna. Í Bandaríkjunum er ungbarnadauði nefnilega á svipuðu róli og í þróunarlöndunum og mæðradauði í tengslum við meðgöngu og fæðingu talsvert algengur Frown Tölulegar upplýsingar frá okkur hér á Íslandi vöktu því með henni forvitni um það hvernig stendur á því að svo lítið er um burðarmáls-, ungbarna- og mæðradauða á Íslandi á meðan Bandaríkjamenn glíma við svo stórfelld vandamál á því sviði.

Í gær kom svo Jennifer að heimsækja mig á Selfoss. Notaleg kona um fertugt sem spurði áleitinna spurninga um ljósmóðurstarfið og íslenska heilbrigðiskerfið. Og við veltum því fyrir okkur fram og til baka hvað það er sem gerir íslenska mæðra- og ungbarnavernd svona mikið betri en hún er í BNA. Ég var helst á því að, fyrir utan góða menntun ljósmæðra, lækna og hjúkrunarfræðinga, væri það smæð þjóðarinnar og nándin við fólkið sem skipti þar höfuðmáli. Ég veit það þó ekki. Sjálfsagt eru það margir þættir, bæði félagslegir og tengdir mismun á þjóðfélagssamsetningu og almannatryggingakerfa þessara tveggja ríkja.

En eitt stendur þó upp úr eftir þennan dag með Jennifer Margulis: Við Íslendingar eigum ennþá gríðarlega gott heilbrigðiskerfi en við þurfum að hafa okkur öll við til að standa vörð um það. Markaðsöflun hafa þegar hafið innreið sína í íslenska heilbrigðiskerfið og séu þau ekki stöðvuð eiga þau eftir að éta það eins og maðkur og við endum eins og Bandaríkjamenn; með heilbrigðiskerfi sem þjónar ekki fólkinu í landinu heldur fólkinu sem sem rekur það og vinnur hjá því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já mín kæra, það er fólk eins og þú sem gerir þetta eins gott og það er....

Jónína Dúadóttir, 7.9.2011 kl. 10:09

2 Smámynd: Dagný

Æ elsku Jónína mín - takk fyrir falleg orð. Ég fæ bara tár í augun - snökt

Dagný, 7.9.2011 kl. 18:11

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ætli ókeypis mæðravernd sé ekki stór hluti af þessu?  Og náttúrulega góðar fæðingardeildir með vel menntuðu starfsfólki...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.9.2011 kl. 03:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband