2.9.2011 | 23:48
Andskotans smjaður og undirlægjuháttur.
Hvað þykist forsetinn eiginlega vera að gera? Styðja erlent eignarhald á landinu okkar. Mér finnst hann ekki hafa leyfi til þess. Föðurlandssvik væri næst lagi að kalla það þegar maður sem á að gæta skilyrðislausra hagsmuna lands og þjóða lætur svona smjaður og undirlægjuhátt í ljósi við erlenda fjárjöfra. Eða eins og segir í ljóðinu Fylgd eftir Guðmund Böðvarsson:
Ef að illar vættir
inn um myrkragættir
bjóða svikasættir
svo sem löngum ber
við í heimi hér,
þá er ei þörf að velja:
þú mátt aldrei selja
það úr hendi þér.
Okkur Íslendingum má vera ljóst að landið okkar er einstök náttúruperla og við megum teljast gæfusöm að geta sagt að við eigum land. Látum okkur því aldrei til hugar koma að selja það undan okkur - jafnvel þótt miklir peningar séu í húfi. Það væri eins og að selja heimilið sitt til að komast í utanlandsreisu. Heimskulegra en tárum taki.
Fagnar kínverskum fjárfestingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er allt mjög loðið finnst mér með kínverjana, afhverju þurfa þeir hálft prósent af íslandi fyrir hótel og golfvöll? og er ekki hægt að bjóða þeim að leigja landið í segjum 40 ár án vatsréttinda og ef þeir hafna því þá hafa þeir bara so sooorry svo augljóslega eitthvað að fela. Allavega ef við tökum það skref selja þeim hálft prósent af íslandi með vatsréttindum og öllu þá er okkur ekki viðbjargandi!
Það á að breyta lögunum ekki seinna en strax þannig að íslenskt land og íslenskar auðlindir séu eign íslensku þjóðarinnar og ekki hægt að selja neinum það.
Sigríður Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 01:19
Nákvæmlega. Verst að ráðamenn virðast fæstir á sama máli.
Dagný, 3.9.2011 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.