EKKI - ALLS EKKI

leyfa þessa fjárfestingu. Lofum ekki útlenskum útrásarvíkingum að leggja undir sig Ísland, landið okkar. Ef einn fær kemur skriðan á eftir. Þetta væri fordæmisgefandi.

Reyndar er það svo að fyrir nokkrum árum fékk evrópskur fjárfestir leyfi til að kaupa jörð í Mýrdalnum. Þar átti að rísa ferðaþjónusta. Ekkert gerðist og jörðin og hlunnindi hennar, m.a. veiði, eru öllum lokuð og vannýtt og húsakostur, girðingar og umhverfi allt komið í órækt og niðurníðslu.

Við skulum ekki selja landið okkar í hendur útlendingum. Jafn vel þótt okkur vanti peninga.


mbl.is Hefur sótt um undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Sammála

Landfari, 31.8.2011 kl. 17:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2011 kl. 19:41

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

Sammála við eigum að hafa þetta eins og í flestum öðrum ríkjum útlendingum er ekki leift að kaupa jarðir en það er ekkert því til fyrirstöpu að hann geti leigt landið og eignar auðlindir eru innifaldar

Ekki skiptir máli fyrir mig hvort maðurinn komi frá Kína eða Færeyjum hann getur leigt en ekki keypt 

Magnús Ágústsson, 1.9.2011 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband