Æ góði maður.

Vertu nú ekki með þessa helgislepju. Hvað ertu að biðja Guð að hilma yfir með þér og öðrum sem verja og vernda afbrotamenn? Þótt komin séu 15 ár síðan þetta mál kom upp, var þá þegar ólöglegt að brjóta á fólki kynferðislega. Þannig hlýtur að hafa verið réttmætt, þá sem nú, að skoða allar ásakanir á hendur fólki, hvort sem um er að ræða skattsvik eða skelfilegri afbrot eins og kynferðisbrot. Ég vildi ekki trúa því þegar þessar ásakanir komu fram að presturinn sem fermdi mig, gifti mig, skírði börnin mín, jarðaði ömmu mína og var minn sálusorgari á erfiðum tímum hefði framið slíkt afbrot. En engu að síður þótti mér rétt þá að leiða málið til lykta hvernig svo sem dómurinn félli. Það er vanvirðing við þolendur óréttis að þurfa að bíða í mörg, mörg ár eftir að réttlætinu sé fullnægt. Og það hlýtur einnig að vera erfitt fyrir ættingja herra Ólafs að málið hafi dregist svona á langinn. Þeir sem að því stuðluðu skulda fólkinu sem hlut á að máli afsökunarbeiðni og mér finnst sjálfsagt að núverandi biskup segi af sér fyrir þau afbrot sem hann hilmdi yfir og þá linkind sem hann sýnir nú, sem oft áður.

Það  er nú reyndar  skoðun mín að þjóðkirkjuna beri að leggja niður og hér á landi fái að ríkja raunverulegt trúfrelsi. Kristnir fái að halda sínar hátíðir sem og önnur trúfélög og öll séu þau virt að jöfnu.


mbl.is „Guðs og góðra manna hjálp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Þú kannt svo sannarlega að orða hlutina rétt :)

Dísa Dóra, 14.6.2011 kl. 20:03

2 identicon

Við erum hjón með 2 börn og skráðum okkur úr þjóðkirkjunni. Hún drepur sig sjálf.

Sigurður Gröndal (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 23:42

3 identicon

Aumingi með kúkinn upp  í kok og þorir ekki að viðurkenna aumingjaskap sinn. Drullusokkur sem hugsar einungis um laun sín. Farið hefur fé betra.

Ég gleðst reyndar yfir sjálfseyðingarhvöt aumingjanna.

Aðdáandi Prestskrífla (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband