Ekki nema von að sverfi að.

Á sama tíma og matvara hækkar í verði þá standa launin í stað. Afborganir lána hækka einnig þannig að hjá mörgum ná endar ekki lengur saman, alveg sama hvernig þeir sýna hagsýni og nýtni í allri sinni neyslu. Fyrir tveim árum hafði mér tekist að rétta við fjárhaginn eftir nokkur erfið ár með mikilli skuldsetningu. Það var aftur farinn að vera afgangur í enda mánaðar og við fjölskyldan höfðum það bara ágætt. Nú er allt fallið í sama farið aftur, jafnvel þótt ekki sé keypt neitt til heimilisins nema matur og hreinlætisvörur. Fötin sem börnin klæðast eru afmælis- og jólagjafir og notaður fatnaður af öðrum börnum. Ég sjálf kaupi mér aldrei föt því ég er svo "heppin" að vera í vinnu sem skaffar vinnufatnað og eins og blankheitin eru þá fer maður hvort sem er aldrei út meðal fólks og þarf því ekki neitt fínna.

Jebbs - þar hafið þið það. Fjárhagsjátning fyrir alþjóð Tounge


mbl.is Matur hefur hækkað um 40 prósent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er í svipuðum aðstæðum eins og þú, endar ná ekki saman hjá mér.  Það verður erfiðara og erfiðara að láta enda ná saman...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.4.2011 kl. 01:47

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm...

Jónína Dúadóttir, 17.4.2011 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband