21.12.2010 | 12:07
Minni sala á lambakjöti.
Þessi frétt birtist á vefsíðu Rúv.
Það skyldi þó ekki vera að rándýrt, illa verkað kjöt sé hætt að höfða til bragðlauka landans. Fitubrákuð kjötsúpa með ullarhærðum beinabitum heyrir kannski fortíðinni til. Verður svona eins og þorramaturinn sem fáir gætu hugsað sér að borða nema til skrauts. Ég myndi frekar kjósa lambakjöt unnið eins og nautakjöt, meirir vöðvabitar og minna af beinum. Svo ætti að lækka verð á lambakjöti þar sem kostnaður við tilbúnað þess er fremur lítill. Lömbin eru jú uppi á heiðum mestan sinn vaxtartíma. Og að auki tel ég ekki sanngirni í að tvíborga fyrir kjötið - beingreiðslur til bóndans teknar úr vasa almennings og síðan óhófleg álagning sem líka er tekin úr vösunum okkar.
Segi bara svona
Athugasemdir
Ég er að velta því fyrir mér hvort vaxtabætur sem ríkið borgar gangi til bankana eða lántakenda? Svo eru borgaðar húsaleigubætur hvort eru þær borgaðar til húseigandans eða leyjandans?
Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 12:29
Rakst á grein á Visi.is þar sem líka er velt upp beingreiðslunum
Þar segir m.a.
"Engin þjóð í heiminum styður eins mikið við sinn landbúnað og Íslendingar. Við erum á toppi OECD landa hvað það snertir. Fyrir utan óbeinan stuðning, s.s. tollvernd, námu beinar greiðslur úr ríkissjóði til landbúnaðarins á þessu ári rúmum 10 milljörðum króna.
Þar af fékk sauðfjárræktin 3,1 milljarð. Sá styrkur er að mestu greiddur sem beingreiðslur til bænda fyrir hvert framleitt kg af kjöti. "
Dagný, 21.12.2010 kl. 16:43
Fékk þetta fína læri inn í Bónus á 1300 krónur allt lærið, búið að verka það vel og taka stærstu beinin að ofan. Sem mér finnst reyndar góð, ég er svona beinsugumanneskja.
En málið er að bændur fá ekki mikið fyrir kjötið. Þetta er eins og hjá L.Í.Ú og "eign" þeirra á fiskimiðunum. Sláturhúsaleyfishafar maka krókinn og smásalan tekur restina. Ef leyfð væri meiri heimaslátrun er ég viss um að við fengjum betra kjöt, betri verkun og nærþjónustu. Það er ólíðandi að dýr skuli vera flutt milli landshluta við hræðilega aðstæður til slátrunar allt í HAGRÆÐINGAR skyni, eða það skyldi þó ekki vera GRÓÐRARSKYNI. Ekki hugsað um dýravernd, en meira um gróða.
Annars eru Bandaríkjamenn byrjaðir að borða kindakjöt, svo nú megum við þakka fyrir ef við fáum lambakjöt í framtíðinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2010 kl. 10:10
Ég sko alveg sammála þér með flutninginn á blessuðum skepnunum - hvar eru dýraverndunarsamtökin þá? En það sem er biturt í þessu er að hver sem er getur stundað fjárbúskap og haft af því tekjur burtséð frá því hvernig hann fer með skepnurnar sínar og hvernig gæði kjötsins eru hjá honum. Auðvitað ættú að gilda strangari reglur um hvernig bú skuli rekin og hvernig aðbúnaði dýra skuli háttað.
Dagný, 22.12.2010 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.