29.11.2010 | 16:58
Maybe I should have.....
Hef verið að hugsa um það eftir sýningu myndarinnar "Maybe I should have" í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi hvort kjörsóknin síðasta laugardag hefði orðið betri hefði sjónvarpið sýnt myndina viku fyrr. Það hefði kannski rifjað upp fyrir fólki hvers vegna þarf að endurskoða stjórnarskrána og hvað það merkir að búa í lýðræðisríki. Ég kemst bara ekki yfir vonbrigði mín með samlanda mína. Það mætti halda að 63% Íslendinga væri alveg sama hvað verður um landið og þjóðina.
Athugasemdir
Það var EKKI stjórnarskráin sem olli "hruninu" heldur voru það þeir sem áttu að sjá til þess að stjórnarskránni væri framfylgt.
Jóhann Elíasson, 29.11.2010 kl. 17:21
Já það má vera eitthvað til í því en hins vegar er þessi mynd vel til þess fallin að vekja fólk til umhugsunar um eigin ábyrgð á velferð samfélagsins.
Dagný, 30.11.2010 kl. 01:46
Þetta er mikið rétt hjá þér og eigum við ekki að hætta að benda EINGÖNGU á aðra og fara að viðurkenna að "kannski" berum við ÖLL smávegis ábyrgð á hruninu, var þjóðin ekki svolítið værukær og leyfði hlutunum að gerast???
Jóhann Elíasson, 30.11.2010 kl. 09:30
Íslendingar eru fremur ákvarðanafælin þjóð og finnst bara voða gott að þurfa ekki að hugsa of mikið um afleiðingar gjörða sinna og láta því allt of margt í annarra hendur. Því þurfum við að breyta!!
Dagný, 30.11.2010 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.