Úff....

ekkert smá erfitt að velja hverjir eru hæfastir til að endurskoða stjórnarskrána. Það er svo margt gott fólk í framboði til stjórnlagaþingsins. Ég er búin að velkjast fram og til baka - setja fólk inn á listann - skipta því afur út fyrir einhvern annan - setja það jafnvel aftur inn og alltaf er ég að finna nýja fleti á frambjóðendum sem mér finnast nauðsynlegir eða ómögulegir. Langar líka að hafa fólk úr öllum geirum samfélagsins á öllum aldri og af báðum kynjum. Eina krafan mín er að fólk sé réttsýnt og heiðarlegt. Sem betur fer sýnist mér flestir frambjóðenda vera þannig fólk - en það auðveldar mér síst valið Undecided

Vona að sem flestir nýti kosningarétt sinn í dag. Við þurfum að finna að við búum í lýðræðisþjóðfélagi - Ísland er jú elsta lýðræði heimsins Joyful

Eigið góðan kosningadag kæru landar Smile

íslenski fáninn


mbl.is Kosning hófst almennt kl. 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þarna er mikið af góðu fólki, mér fannst virkilega gaman að vinna að þessu, kynna mér frambjóðendur og sigta út þá sem höfða best til minna skoðana, og sem ég treysti vel.Nú á bara eftir að fara á kjörstað og merkja þá inn sem ég ætla að kjósa.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2010 kl. 12:33

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Rakel Sigurgeirsdóttir 3865

Sigurlaug þ. Ragnarsdóttir 6054
Baldvin Björgvinsson 5185
...Steinar Immanuel Sörensson 7561
Andrés Magnússon 6747
Agnar Kristján Þorsteinsson 5702
Sigþrúður Þorfinnsdóttir 4261
Björg Ólafsdóttir 5537
Ólafur Jónsson 6769
Baldur Óskarsson 5361
Jón Jósef Bjarnason 5042
Ómar Ragnarsson 9365
Eyþór Jóvinsson 3029
Arndís Einarsdóttir 5449
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir 7319
Freyja Haraldsdóttir 2303
Friðrik Þór Guðmundsson 7814
Axel Þór Kolbeinsson 2336
Geir Matti Järvelä 6912
Gunnar Grímsson 5878
Hjörtur Hjartarson 3304
Jón Valur Jensson 8804
Sigurbjörn Svavarsson 4679
Helga Björk Magnúsardóttir Grétudóttir 7198
Birna Þórðardóttir 4921
Sjá meira

Svona er minn listi :) 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.11.2010 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband