Færsluflokkur: Bloggar

Heiðra skaltu föður þinn og móður!


Ekki skrítið að fæðingum fjölgi á FSA

Það er búið að loka öllum öðrum fæðingadeildum fyrir norðan. Nú þurfa konur frá öllu norðurlandi að fæða á FSA. Hugsið ykkur að fara af stað í fæðingu frá t.d. Kópaskeri í veðri og færð eins og verið hefur undanfarið. Þá heyrist sagt: "já en hún verður bara að fara til Akureyrar/Reykjavíkur í tæka tíð fyrir fæðinguna". En bíðið þið við - hvenær er tímabært að fara að heiman? Er það daginn fyrir áætlaðan fæðingardag, viku, hálfum mánuði fyrr? Hvað ef hún gengur svo tvær vikur fram yfir? Og hvert á konan að fara? Það er alltaf látið eins og fólk eigi innskot hjá ættingjum og vinum nálægt sjúkrahúsunum. Sú er þó ekki alltaf raunin því það er í alvöru til fólk sem á enga að á þessum stöðum - allavegana ekki nógu nákomna til að setjast upp hjá þeim svo dögum og vikum skipti. Og á konan að fara ein að heiman frá sér til að setjast upp hjá Lúllu afasystur í 2 - 4 vikur? Eða er kannski ætlast til að maðurinn hennar taki sér frí til að fara með henni? Það má líka allt eins vera að konan sé enn í vinnu við 38 vikna meðgöngu (þótt ég mæli ekki með því). Og hvað með eldri börnin sem eru í grunnskólanum - á bara að taka frí fyrir þau líka? Og öll familían að setjast upp hjá Lúllu gömlu!!!? Eða er þessi barneign bara einkamál konunnar og nóg að hringja austur/vestur þegar barnið er fætt og segja tíðindin? Já og ferðast svo með nýfætt barnið aftur heim um allt að 600km leið í allskonar veðri. Já skynsamlegar eru ráðstafanir ráðamanna - eða þannig sko!!!!!!!


mbl.is Mikið að gera á fæðingardeildinni á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfalt afmæli

Litlu tvíburastelpurnar mínar vaxa óðfluga - eru orðnar stórar skólastelpur. Þær áttu 6 ára afmæli í gær. Finnst svo stutt síðan þær fæddust - 7 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag - 6 og 8 merkur. Það voru erfiðir tímar. En það rættist úr öllu og þær eru sannkallaðir gleðigjafar. Svo ætlum við að halda stóra afmælisveislu á laugardaginn - með tvenns konar afmælistertum því þær hafa sko ekki sama smekk á neinu. Önnur vill Solluköku eða prinsessuköku en hin þolir ekki þetta bleika þema og vill bara íþróttaálfsköku LoL

Eigið góðan dag vinir Heart


12 milljónir?

Mér skilst að eitt þyrluútkall kosti 12 milljónir. Hvað ætlu rekstur skurðstofu kosti á mánuði?
mbl.is Barnshafandi kona sótt til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með þann..

.... sem barnaði barnið? Verður ekkert gert við hann? Telst hann ekki sekur um barnaníð?
mbl.is 10 ára eignast barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál.

Ófrjósemisaðgerð er góður kostur þegar fólk hefur eignast öll þau börn sem það vill og/eða treystir sér til að framfleyta. Þegar gerð er ófrjósemisaðgerð á konu er það gert í kviðarholsspeglun þar sem eggjaleiðarar eru klipptir í sundur eða sett á þá klemma og aðgerðinni fylgja töluverðir verkir í langan tíma sem og hætta á samgróningum og kviðarholssýkingum. Ófrjósemisaðgerð á körlum er mun sársauka- og áhættuminni þar sem ekki þarf að fara inn í kviðarholið heldur einungis aftan á punginn þar sem gerð eru lítil göt og klippt á sáðrásirnar. Þannig að vitaskuld er það eðlilegra að þegar hjón gera upp hvort skuli fara í ófrjósemisaðgerð eftir að barneignum lýkur þá taki karlinn það að sér.
mbl.is Karlar flykkjast í ófrjósemisaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langtímaleiga!!

Ætli einhver á Íslandi myndi leigja út íbúð í svona langan tíma?
mbl.is Íbúð stóð óhreyfð í 70 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dálítið 2007

Hörmulegur steinkumbaldi úr öllum takti við umhverfið og söguna. Gott að þetta er ekki á teikniborðinu í alvörunni. Nóg hefur nú verið um peningasóun í ljóta steinkumbalda í opinbera geiranum.
mbl.is Glæsihótel á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á Alþingishúsið!!!!!

Og mér finnst ótækt að einhverjir ribbaldar séu að skemma mínar eigur.

Alþingishúsið er gamalt og mjög sérstakt hús og er í eigu íslensku þjóðarinnar allrar. Þótt þeir sem vinna inni í því hafi gert þjóðinni margt til miska er hún ekkert bætt með því að húsið sem hýsir þá sé eyðilagt. Reyndar er hún verr sett er laga þarf eigur hennar fyrir hundruði þúsunda. Er nú ekki nóg sem við þurfum að borga án þess?!

Mótmælum aðgerðum stjórnvalda eins hátt og við getum en sleppum því að skemma og meiða. Það kemur okkur ekkert áleiðis.


mbl.is Köstuðu hellum í þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og á meðan....

eru barnabætur lækkaðar, skattar hækkaðir og skorið blóðugt niður í heilbrigðiskerfinu.

Segjum okkur tafarlaust úr NATO.


mbl.is Framlag til NATO hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband