Gott mál.

Ófrjósemisaðgerð er góður kostur þegar fólk hefur eignast öll þau börn sem það vill og/eða treystir sér til að framfleyta. Þegar gerð er ófrjósemisaðgerð á konu er það gert í kviðarholsspeglun þar sem eggjaleiðarar eru klipptir í sundur eða sett á þá klemma og aðgerðinni fylgja töluverðir verkir í langan tíma sem og hætta á samgróningum og kviðarholssýkingum. Ófrjósemisaðgerð á körlum er mun sársauka- og áhættuminni þar sem ekki þarf að fara inn í kviðarholið heldur einungis aftan á punginn þar sem gerð eru lítil göt og klippt á sáðrásirnar. Þannig að vitaskuld er það eðlilegra að þegar hjón gera upp hvort skuli fara í ófrjósemisaðgerð eftir að barneignum lýkur þá taki karlinn það að sér.
mbl.is Karlar flykkjast í ófrjósemisaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband