Á meðan hundarnir voru að drepa féð...

... var dýraeftirlitsmaðurinn að dunda sér við að veiða merkta heimilisketti inni í íbúðarhverfunum á Selfossi.

Á Selfossi eru margir kettir. Kettir eru vinalegar skepnur sem láta fólk yfirleitt óáreitt. Kettir eru hreinlegir og sjaldgæft að maður rekist á kattaskit á göngustígum - öfugt við það sem segja má um hundaskítinn. Af einhverjum ástæðum er það þó svo að yfirvöld í Árborg vinna að því öllum árum að útrýma köttum úr sveitarfélaginu. Reglulega egnir dýraeftirlitsmaðurinn gildrur fyrir kettina inni í íbúðarhverfum Selfossbæjar. Yfirleitt er gildrunum komið fyrir í görðum við hús og í hana veiðast heimiliskettir nágrannanna. Hvort sem  kettir eru merktir eða ekki eru þeir geymdir í búri í óupphitaðri skemmu hjá áhaldahúsinu þar til eigendur vitja þeirra.  Dýraeftirlitsmanni dettur ekki í hug að líta á merkispjald kattarins eða skoða örmerki og hafa samband við eigendur að fyrra bragði. Hann tekur þó mynd af blessaðri skepnunni og setur á vef sveitarfélagsins en oft hafa þá liðið 2-3 dagar frá því kötturinn var veiddur. Dýrunum er ekkert sinnt þessa daga sem líða frá því þeir veiðast og þar til þeir annað hvort komast heim eða er lógað.

 6_6_11_gulur

Þessi skelfingu lostni köttur veiddist 6. júní á Selfossi.

Sé kattarins ekki vitjað innan viku er honum lógað. Til að leysa út köttinn þarf eigandi hans að borga 12 þúsund krónur í handsömunargjald ásamt áföllnum kostnaði sem ekki er til nein gjaldskrá fyrir - ? hvernig sá kostnaður er metinn.

Já það eru greinilega allar klær úti - dýraeftirlitsmaðurinn gjarnan að veiða ketti undir helgarnar þannig að sem mest fáist fyrir að leysa þá út. Og allt eru þetta saklausir heimiliskettir borgaranna á Selfossi.

Reyndar er það nú svo að lausaganga katta er óheimil í sveitarfélaginu Árborg. Fyrir vikið má eiginlega segja að kattahald sé bannað þar því eigi fólk kött þá gengur hann laus. Kettir eru nú bara þannig. Og frekar vil ég mæta 10 lausum köttum á göngu minni um bæinn en einum hundi - þótt hann væri í bandi. Kettir víkja úr vegi fyrir fólki nema það gefi sig að þeim - hundar snuðra af fólki og flaðra upp um það og oft því meira sem það reynir  að forðast þá. Þess vegna er ekki hægt að setja sömu reglur um ketti og um hunda - þessi dýr eru að eðlisfari allt of ólík til þess.

Nánar um kattahald í Árborg  og hér.


mbl.is Hundar drápu fé á Eyrarbakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Girða?

Eitt sinn þegar ég var að ræða slys sem varð í rússíbana í tívolíinu á Bakken í Danmörku sagði elskulegur bróðir minn (sem hefur soldið gaman af að stríða systur sinni):"það verður nú að reikna með einhverjum afföllum ef eitthvað á að vera varið í þetta"...

Háloftaklúbburinn.

Þeir segjast vera í háloftaklúbbnum þeir sem stunda kynmök í flugvél. Nú er hægt að stofna háloftaklúbb þeirra sem fæðst hafa í flugvél

Ljótt og ógeðslegt.

Hryllilegar aðfarirnar sem sáust í fréttatíma RÚV í gær. Þótt þetta teljist fréttnæmt var ég þó afar ósátt við að fréttin skyldi sýnd á þessum tíma. Ég náði ekki að slökkva áður en 7 ára dóttir mín náði að sjá aðeins af fréttinni. Barnið var hreinlega í...

Stígvél eru málið!

Þeir hefðu betur haldið áfram að framleiða stígvél Að öllu gamni slepptu er það reyndar svo að enginn stígvélaframleiðandi hefur tærnar þar sem Nokia hafði hælana. Ég á ennþá Nokia stígvél sem keypt voru 1994 og hafa verið notuð mjög mikið en eru ennþá...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband