Andskotans smjaður og undirlægjuháttur.

Hvað þykist forsetinn eiginlega vera að gera? Styðja erlent eignarhald á landinu okkar. Mér finnst hann ekki hafa leyfi til þess. Föðurlandssvik væri næst lagi að kalla það þegar maður sem á að gæta skilyrðislausra hagsmuna lands og þjóða lætur svona smjaður og undirlægjuhátt í ljósi við erlenda fjárjöfra. Eða eins og segir í ljóðinu Fylgd eftir Guðmund Böðvarsson:

Ef að illar vættir
inn um myrkragættir
bjóða svikasættir
svo sem löngum ber
við í heimi hér,
þá er ei þörf að velja:
þú mátt aldrei selja
það úr hendi þér.

Okkur Íslendingum má vera ljóst að landið okkar er einstök náttúruperla og við megum teljast gæfusöm að geta sagt að við eigum land. Látum okkur því aldrei til hugar koma að selja það undan okkur - jafnvel þótt miklir peningar séu í húfi. Það væri eins og að selja heimilið sitt til að komast í utanlandsreisu. Heimskulegra en tárum taki.

 


mbl.is Fagnar kínverskum fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóðum Huang hana..

.. í stað Grímsstaða. Perlan er hús á leigulóð en Grímsstaðir partur af landinu okkar. Og talandi um það - hvað þykist forsetinn eiginlega vera að gera? Styðja erlent eignarhald á landinu okkar. Mér finnst hann ekki hafa leyfi til þess. Föðurlandssvik...

EKKI - ALLS EKKI

leyfa þessa fjárfestingu. Lofum ekki útlenskum útrásarvíkingum að leggja undir sig Ísland, landið okkar. Ef einn fær kemur skriðan á eftir. Þetta væri fordæmisgefandi. Reyndar er það svo að fyrir nokkrum árum fékk evrópskur fjárfestir leyfi til að kaupa...

Mig vantar líka peninga.

Ég myndi samt ekki láta hafa mig út í dópsölu og vændi Það er nefnilega ekki sama hvaðan peningarnir koma. Eða eins og Hérastubbur bakari sagði um piparkökurnar "þetta eru góðar og nýbakaðar kökur - það er bara ekki sama hver borðar þær...

Mitt drasl verður þitt vandamál.

Alltaf leiðinlegt þegar fólk fer svona með landið okkar. Og hvers er þá að taka saman draslið? Á samfélagið að gera það fyrir umhverfissóðana. Svona umgengni sýnir vanvirðingu fyrir samborgurunum og þeim úrræðum sem verið er að bjóða upp á. Yfirleitt...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband