27.11.2010 | 21:55
Til hvers erum við með lýðræði?
Ef fólk nýtir ekki lýðræðislegan rétt sinn til að hafa áhrif á samfélagið er það ekki þess vert að búa í lýðræðisríki. Það er vanvirðing við lýðræðið að kjósa ekki í almennum kosningum. Ekki vera að kvarta undan ómögulegum stjórnvöldum ef þið gerið svo ekkert til að breyta því sem hægt er. Til þeirra sem kusu í dag vil ég segja: "vel gert". Hafið þið hin skömm fyrir.
![]() |
21% höfðu kosið kl. 17 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2010 | 09:44
Úff....
ekkert smá erfitt að velja hverjir eru hæfastir til að endurskoða stjórnarskrána. Það er svo margt gott fólk í framboði til stjórnlagaþingsins. Ég er búin að velkjast fram og til baka - setja fólk inn á listann - skipta því afur út fyrir einhvern annan -...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2010 | 20:27
Og hefst þá....
jólaundirbúningurinn. Haldið var upp á tvöfalt 6 ára afmæli hér í gær, tvöfalt í allri merkingu, hér voru tvö afmælisbörn og tvær veislur - ein vinkonu og ein ættingja Það passar mjög vel að hefja aðventuna þegar þessi veisluhöld eru frá - bara vika í...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.11.2010 | 22:03
Hvernig geta menn leyft sér þetta?
Nei nei - ég er ekkert að tala um bankamálin núna heldur þetta myndband sem birtist á Pressunni undir yfirskriftinni "Bráðfyndnar bleyjuskiptingar: Þessir pabbar dóu ekki ráðalausir". Mér finnst einfaldlega ekkert fyndið við þetta. Svona tilburði hef ég...
Dægurmál | Breytt 19.11.2010 kl. 05:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)