Loksins

.. kemur almennilegt vetrarveður hér á Selfossi Smile  Nú er snjókoma og vindur - gæti jafnvel orðið að stórhríð. Finnst alltaf eitthvað heillandi við vont vetrarveður (a.m.k. á meðan ég þarf ekki sjálf að þvælast úti í því) og viðeigandi svona um jólaleitið að fá smá gusu af snjókomu Smile Er annars bara í vinnunni hugsandi meira um það sem eftir er að gera heima en það sem gera þarf í vinnunni Blush  Hlakka til að fara í mat til dóttlu minnar á eftir - hangikjöt þar á bæ eins og á mínum bæ á Þorláksmessu alla tíð og heima hjá mömmu minni á uppvaxtarárunum Joyful

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og heilla, hamingju og gnægð fjár á nýja árinu Heart

god_jul-hygge


Fallegt úti

Mikið er himininn fallegur í vetrarkuldanum - allur bleikur og mistraður. Gat því miður ekki myndað himnagalleríið því ég er í vinnunni þennan stutta tíma sem birtan varir og síminn minn tekur ekki nógu góðar myndir. Lítið þið bara út um gluggana ykkar...

Minni sala á lambakjöti.

Þessi frétt birtist á vefsíðu Rúv. Það skyldi þó ekki vera að rándýrt, illa verkað kjöt sé hætt að höfða til bragðlauka landans. Fitubrákuð kjötsúpa með ullarhærðum beinabitum heyrir kannski fortíðinni til. Verður svona eins og þorramaturinn sem fáir...

Gáfulegt...

Á Barnalandi var verið að auglýsa Papillon hvolpa til sölu og eitt svarið við auglýsingunni var svona: "sælt verið fólkið mer dauðlangar i einn hvolp helst chiwawa ma vera blengingur og helst læða :D"

Jólin koma þótt Trölli reyni að stela þeim

(Margmiðlunarefni)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband