15.8.2011 | 13:24
Mitt drasl verður þitt vandamál.
Alltaf leiðinlegt þegar fólk fer svona með landið okkar. Og hvers er þá að taka saman draslið? Á samfélagið að gera það fyrir umhverfissóðana. Svona umgengni sýnir vanvirðingu fyrir samborgurunum og þeim úrræðum sem verið er að bjóða upp á.
Yfirleitt sýnist mér fólk nú samt ganga ágætlega um og nýta sorp- og endurvinnslustöðvarnar vel. En um leið og einn er búinn að henda drasli á svæðið koma aðrir og halda að það sé líka í lagi fyrir þá. Upp hleðst gamaldags öskuhaugur með þeim sóðaskap sem þeim fylgja; vondri lykt, fjúkandi rusli og mengun í jarðvegi, auk þess að stinga í augun. Kannski felst vandamálið að hluta til í gjaldtöku endurvinnslustöðvanna. Ónothæfir húsmunir og annað sem fólk vill ekki lengur hafa hjá sér þarf að enda einhversstaðar og ef viðkomandi hefur ekki efni á að farga því á heiðarlegan hátt endar það gjarnan svona. Mér hefur reyndar alltaf fundist að endurvinnslustöðvarnar ættu að taka við draslinu endurgjaldslaust því af sumu af þessu drasli skapast tekjur og að auki þarf að auðvelda fólki að losna við sitt drasl á heiðarlegan hátt. Einnig þætti mér eðlilegt að sorphirðan tæki flokkað sorp eins og glerílát og pappír með öðru heimilissorpi. Og svo mættu vera gámar í hverfunum sem fólk gæti sett í útnýtta húsmuni og þess háttar.
En þótt sorpþjónustan sé kannski ekki eins góð og hún gæti verið afsakar það þó ekki að fólk hendi ruslinu sínu á víðavangi.
Yfirgengilegur sóðaskapur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mig langar að benda á það að almenningur getur skilað inn pappír, plasti, járni, garðaúrgangi, húsgögnum, fatnaði, heimilistækjum og spilliefnum endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar SORPU, nema að verið sé í framkvæmdum eins og byggingu eða breytingu á húsi eða lóð. Er hámark farmastærðar 2 m2 í hverri ferð. Einnig er gámur á hverri stöð frá Góða hirðinum sem tekur við húsgögnum og annari smávöru sem er selt í versluninni og ágóðinn er gefinn til líknarmála.
SORPA bs, 16.8.2011 kl. 11:27
Takk fyrir upplýsingarnar. Þetta gildir vonandi sem víðast en hér á Selfossi er allt nema garðaúrgangur gjaldskylt.
Dagný, 16.8.2011 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.