Nýtni og ráðdeildarsemi.

Út um allt stendur tómt húsnæði og það er um að gera að nýta það frekar en leggja í lántöku vegna nýrrar byggingar. Það er nú líka svo að þegar ríkið byggir þá virðist alltaf þurfa að vera einhver flottræfilsháttur á því - dýr arkitektúr, dýr efniviður, dýrar innréttingar og húsgögn og svo endar það oft með því að húsin eru jafnvel óhentug fyrir þá starfsemi sem þar skal fara fram, enda sjaldnast talað við þá sem eiga að vinna á staðnum eða nota þjónustuna. Þetta sér maður svo glöggt á t.d. ýmsum heilbrigðisstofnunum. Þannig að þótt ég sé oft sammála honum Ögmundi þá er þetta ekki eitt af þeim skiptum.

 


mbl.is Rætt um að breyta Víðinesi í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband