Ljótt og ógeðslegt.

Hryllilegar aðfarirnar sem sáust í fréttatíma RÚV í gær. Þótt þetta teljist fréttnæmt var ég þó afar ósátt við að fréttin skyldi sýnd á þessum tíma. Ég náði ekki að slökkva áður en 7 ára dóttir mín náði að sjá aðeins af fréttinni. Barnið var hreinlega í losti og ætlaði aldrei að geta sofnað. Ég fer þess á leit við fjölmiðla að þeir sýni ekki svona viðbjóð á þeim tíma sem börn eru líkleg til að vera vakandi.


mbl.is Lofa að rannsaka ásakanir um illa meðferð á dýrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta var ljótt.

Hvað fær "fólk?" til að gera svona. Hvað var í gangi í höfðinu á þessum mannleysum sem starfa í þessu sláturhúsi.

Viðbjóður bara.

Ég skipti um stöð þegar þetta var sýnt. Samt er ég nokkrum árum eldri en 7 ára.

Bölvuð ómenni!

Einar (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 11:05

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sem betur fer hef ég misst af þessu.  Ég vil ekki þurfa að horfa á eitthvað sem ofbýður mannlegri reisn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2011 kl. 11:44

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég sá þessi ósköp, ég gat ekki varist þeirri hugsun að mannvonskan ætti sér engin takmörk.  Hvað fær menn til að gera svona lagað og þjónar svona athæfi einhverjum tilgangi????  Kannski þjónar engum tilgangi að segja frá þessu en ég ætla að gera það samt.  "Fyrir nokkuð mörgum árum fór ég á "flugukastnámskeið", sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þarna fór leiðbeinandinn yfir fleta þætti veiðimennsku og ýmis siðferðisatriði, t.d umgengni á veiðistað o.fl.  Meðal annars skikkaði hann alla á námskeiðinu til að kaupa "rotara", ástæðuna sagði hann vera þá að menn ættu að sýna bráðinni VIRÐINGU og gera DAUÐASTRÍÐ fisksins eins stutt og mögulegt væri.  Eitt það ÖMURLEGASTA sem hann sæi , væri þegar einhver væri búinn að landa fiski og skimaði í kringum sig eftir STEINI til að rota fiskinn með".

Jóhann Elíasson, 1.6.2011 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband