20.4.2011 | 18:20
Það sakar ekki að vera bjartsýnn.
En ég er ansi hrædd um að það sé mikið starf fyrir höndum. Mæðra- og ungbarnavernd í Rússlandi er afspyrnu aftarlega á merinni og ungbarnadauði hærri en gerist í öðrum iðnvæddum ríkjum. Húsnæði er víða lélegt og menntunarskortur talsverður. Að auki er aðbúnaði fæðandi kvenna víðast sárlega ábótavant og óhætt að segja að á mörgum sjúkrahúsum sé lífshættulegt að fæða. Og ljósmæður eiga undir högg að sækja vegna fádæma læknis- og tæknivæðingar og skorts á menntun og viðurkenningu.
Ætti ég að ráða Pútin heilt varðandi barneignarþjónustu þá gæfi besta raun að mennta vel ljósmæðurnar í Rússlandi, efla mæðravernd og draga úr læknainngripum í eðlileg fæðingarferli. En alls er óvíst að Pútín lesi þetta blogg og ráðleggingar mínar falla því í ófrjóa mold
Pútín vill fjölga Rússum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki veit ég hvaðan þú færð þessar neikvæðu upplýsingar um lækna -og heilsuvernd í Rússlandi og væri gaman ef þú vísaðir á viðkomandi sem gefur þessar upplýsingar, svona til nánari fróðleiks. Kveðja.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 18:56
Ef Rússar myndu setja 1 rúblu í skatt á hvern vodkapela/flösku sem seld er í Rússlandi, þá held ég að þeir gætu orðið fremstir á meðal jafninga í þessu málum. Það er vandinn í hnotuskurn
Brynjar Þór Guðmundsson, 20.4.2011 kl. 20:27
Ég þekki aðeins til, V.Jóhannsson, og að auki er statistikin hjá þeim skelfileg eins og sést á þessari frétt og þetta yfirlit gefur hugmynd um ungbarnadauða í Rússlandi, hér er grein um utanaðkomandi aðstoð sem verið er að reyna að veita Rússum í tengslum við mæðravernd og þessi grein fjallar um hvernig gengur að koma á umbótum í mæðravernd og fæðingahjálp. Hér er svo umfjöllun um lækna-tæknivæðingu í rússneska mæðraverndarmódelinu.
Dagný, 20.4.2011 kl. 23:45
Og því er svo við að bæta að Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin WHO leggur ríka áherslu á aðkomu ljósmæðra að barneignarferlinu.
Dagný, 21.4.2011 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.