18.4.2011 | 10:48
Það er víða tiltektar þörf.
Kvótakóngarnir eiga ekki einu sinni kvótann heldur bankarnir þar sem kvótinn var að mestu fenginn á lánum. Eru það ekki einhverjir 500 milljarðar sem útgerðin skuldar? Bara gera kvótann upptækan og láta veiðar aftur í almannaeign. Láta höfðingjana sem stálu honum bera kostnaðinn. Þótt vitað sé að enginn mennskur maður getur borgað þessa 500 milljarða til baka þá finnst mér sjálfsagt að ganga að kröfum hjá þeim svo langt sem hægt er og setja þá svo í gjaldþrot. Þeir geta þá kannski bara farið að stunda sjóinn eða landvinnslu til að hafa í sig og á eins og venjulegt fólk sem þarf að vinna fyrir laununum sínum.
Þjóðaratkvæði um kvótann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bendi á þennan tengil http://www.thjodareign.is/
Dagný, 18.4.2011 kl. 10:52
Sæl Dagný - kvótakerfið er ekki að skila þeim árangri sem til stóð enda rangt að staðið í upphafi, eflaust hefði verið betra að útdeila kvótanum til byggðarlaga um landið og þá með skilyrðum um vinnslu afla í viðkomandi byggðarlagi - hinsvegar ef við erum að fara í endurskipulagningu þess, sem er löngu tímabært, er hér hlekkur sem mér finnst mjög athyglisverður:
http://nilli.blog.is/blog/nilli/entry/1160513/
Eyþór Örn Óskarsson, 18.4.2011 kl. 12:16
Sammála þetta kvótkerfi eins og það er er þjóðarskömm.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2011 kl. 12:29
Takk Eyþór ég horfði á þetta áhugaverða mynband. Merkilegt að þessi fréttaskýring var unnin árið 2007 og það hefur ekkert gerst í kvótamálunum síðan þá. Hagsmunir kvótaeiganda tengjast greinilega einhversstaðar inn i stjórnsýsluna þannig að kerfinu er haldið við. Skömm að þessu.
Dagný, 18.4.2011 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.