Ég fatta ekki af hverju konur mega ekki klæðast búrku.

Mér finnst það t.a.m. mun skynsamlegri og að ekki sé talað um siðsamari, klæðnaður en margt sem ómúslímskar konur klæðast. Og búrkuklæddar konur eru ekki einar um að hylja raunverulega ásjónu sína. Konur um allan heim nota snyrtivörur og klæðnað til að draga fram eða hylja það sem tískan býður þeim. Í Muslimskri trú er aðalatriðið að vera siðsamur og búrkan er liður í því. Og ef múslimskar konur mega ekki klæðast búrku af hverju mega þá gyðingar klæðast kyrtlum og kibbah og afríkumenn sínum litríku fötum? Gæti þetta haft eitthvað með andúð á múslimum að gera? Bara segi svona!!

fest_african2jpgtogether1


mbl.is Handtóku blæjuklæddar konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Veistu hvað burka er? Ég kannast ekki við kibbah gyðinga eða kyrtli sem ég skil sem langt plagg sem menn bera. Tallis er sjal sem í einfaldri gerð sinni er borið af trúuðum gyðingum næst líkamanum undir fötum og í annarri gerð sem bænasjal og er ekki notað til að varna því að heitfengar kristnar konur fyllist losta ef þær sjá gyðing. Heittrúaðir gyðingar vilja reyndar að konur þeirra gangi með hárkollu.

Þætti vænt um ef þú værir ekki að bera saman öfga og perversjónir gyðingdóms við kvenfyrirlitningu Íslams, sem á enga stoð í Kóraninum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.4.2011 kl. 12:40

2 identicon

Hvaða rosalega FAIL er þetta hjá þér, ertu ekki hugsandi kona?

Að auki er hvergi krafa um búrkur í íslam...

doctore (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 12:41

3 identicon

Dagný, er sammála þér. doctore sýnist á skrifunum hjá þér að hún sér nú mikið meira hugsandi en þú. Þetta eru gamlar hefðir í Íslam, hafa EKKERT með kvennfyrirlitningu að gera! Og síðast þegar ég vissi þá eru það mannréttindi að fá að klæðast eins og maður vill. Þetta búrkubann er ekkert nema enn ein herferðinn gegn Múslimum, sorgleg þessi hræsni í fólki.

Agnes (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 13:01

4 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

"Þetta eru gamlar hefðir í Íslam, hafa EKKERT með kvennfyrirlitningu að gera!"

Það má vissulega deila um að það. Allavega er réttur kvenna í sumum Múslima stýrðum öfgastjórnun sambærileg einhverju sem maður myndi búast við frá myrku miðöldum.

En annars er það náttúrulega rétt að þetta lítur meira út fyrir að vera herferð gegn múslimum, þó svo að sterkustu rök þeirra séu að þeir séu að verja rétt kvenna.

Einar Örn Gissurarson, 11.4.2011 kl. 13:40

5 identicon

Voðalega er þetta fáránlegur rétttrúnaður í ykkur.
Fyrir það fyrsta þá hafa þessar búrkur EKKERT að gera með íslam að neinu leiti, jafnvel þó svo væri þá er þetta mannréttindabrot.
Nú er þetta svona
1 Konur klæðast ekki búrka.. karlarnir LEMJA þær
2 Konur klæðast búrka.. ríkið sektar þær.

Það sjá allir sem vilja að þetta búrkurugl er ekkert nema kvenfyrirlitning af verstu sort, vesælir aular í trúarbrögðum Abrahams hafa alltaf látið svona með konur.
Hvað segir td kristni um konur: Ekki hrein mey á brúðkaupsnótt, grýta konuna til dauða. Konu nauðgað í borg, hún getur ekki öskrað á hjálp: Grýta hana til dauða...
Hvað með óþekka krakka, grýta þá til dauða segir biblía.

Í dag veður fólk uppi og segir: Hey búrka er partur af Íslam... sem er bara ekki rétt; Það rétta er að þessi vesælu typpi í íslam hafa komið því þannig fyriri að þetta sé hluti af trú þeirra.
Ekki láta mig byrja að tala um hvað trú er... þá fáið þið kannski heila ræðu um handbækur þrælahaldara, biblíu og kóran; Þessar 2 bækur eru einmitt ekkert annað en handbækur þrælahaldara... þeir sem segja annað, þeir eru þrælar

doctore (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 15:08

6 identicon

doctore þú ert ekki einu sinni svarverður!

Agnes (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 15:39

7 Smámynd: Riddarinn

það þarf ekki að vera sterklega vel gefin  til þess að sjá að þessi Búrku druslur eru í raun  misþyrming á rétti kveinmannsins til þess að vera persóna því manneskja sem ekki þekkist nokkur staðar og er bara eitthvað kjötstykki sem er falið undir þessari svörtu fataklessu og engin sér né ber kennsl á viðkomandi.

Sú hugmynd um að konur séu eign og útungunarvélar þeirra manna sem þær hafa verið gefnar til er sterk hjá þessu strangtrúaða liði og Búrkan er til þess gerð að enginn sjái konunar þeirra og enginn annar geti girnst þær eða séð nokkuð af þeim og það hentar eiginmönnunum vel að einangra þær frá öllum öðrum kallmönnum.

Ég hef ferðast til margra landa sem mikið er um þetta Búrku drasl og ég finn til með þessum konum að fá ekki að vera þekkjanlegir einstaklingar heldur eins og Mörgæsir  í hóp sem enginn sér nokkurt persónulegt við þær því þær eru bara klæðahrúga á gangi sem enginn þekkir né yrðir á. 

Banna þetta ansk.... Búrku drasl og ekkert annað, eitthver staðar verður að byrja til að breyta þessari skelfilegu kúgunar hefð Múslima á konum til að þessar konur átti sig ein daginn hvað sé rétt og hvað sé rangt að láta bjóða sér eða skipa sér að gera.

 Þær eru aldar upp við þetta og líta á þetta sem nauðsynlegt trúarinnar og eiginmannsins vegna og þekkja líklegast ekki hvernig eðlilegt frelsi er og munu aldrei þekkja,en í þessum samfélögum þekkja þær fjölmargar hvernig það er þegar eiginmaðurinn lemur þær og ber fyrir minnstu hluti .

 Ég bjó í Asíu og þekkti kvenfólk sem átti Múslimska foreldra og feðurnir voru stundum berjandi þær sundur og saman 1 sagði mér mér sögur af því þegar pabbi hennar henti henni út úr húsinu í frumskóginn með öllum þeim villidýrum og hættum sem þar voru og þegar dóttirin var orðinn svo hrædd að hún fór inn bakdyramegin þá kom pabbinn inn í herbergið og barði hana og lamdi þar til hún missti meðvitund og vaknaði á spítala öll lamin í klessu.

Þetta er því miður daglegt brauð hjá sumum þessara Muslima þjóðfélaga og maðurinn hefur þann rétt til að gera það sem hann vill við konunar því hún er eign karllmannsins og búrka er eitthvað sem á að reyna að sporna við kvennmönnunum til betra lífs næstu árhundruði.

Man þegar ég spurði 1 kallmann í Indlandi hvers vegna þær klæddust þessum Búrkum í yfir 40 stiga hita,hann sagði að þær væru að klæða af sér hitann.....í svörtum klæðum að klæða af sér hitaNákvæmlega rétti klæðnaðurinn í sól að vera í svörtu og grillast inní þessu klæða drasli

 

Riddarinn , 11.4.2011 kl. 19:28

8 Smámynd: Dagný

Vó - "hot topic" sé ég  Gætir ekki talsverðs tvískinnungs í athugasemdum við búrkuna. Það eru til konur sem kjósa að klæðast búrku, hvort sem það er vegna þess að trúartúlkun þeirra býður þeim það eða þeim finnst það hentugur klæðnaður. Hefur ykkur aldrei dottið í hug að konum gæti þótt búrkan betri kostur en hinn eilífi eltingaleikur við fatatískuna. Ég hef a.m.k. oft hugsað hvað það væri mun ódýrara og auðveldara að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hverju ég á að klæðast frá degi til dags. Gallinn er bara sá að á Vesturlöndum hefur búrkan orðið samnefnari yfir kvenkúgun muslima, þegar raunin er sú að minnihluti muslimskra karla eru kvenhatarar (og það sama gildir um aðra karlmenn jarðar). Reyndar er það svo að á muslimskum heimilum er oft mikið kvennasamfélag þar sem koma saman mæðgur, systur, mágkonur og frænkur og una sér við það sama og konur í hópum um allan heim. Þannig að þótt okkur þyki þessi klæðnaður framandi og bera vott um kvennakúgun þá er það engu minni dómharka og kúgun að banna hann. Lofum fólki bara að klæðast því sem það vill, svo framarlega að það hylji nekt þess og veiti skjól.

Dagný, 11.4.2011 kl. 21:11

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Dagný. Andlitsblæjan, gríman sem dylja á andlit konunnar og vernda hana frá grindaraugum karlmanna er tákn niðurlægingar kvenna þar sem þær eru notaðar. Þess vegna eru þær ekki og hafa aldrei verið hluti af Íslam eins og Dr.E og Vilhjálmur árétta. - Andlitsgríman / blæjan  hefur ekkert með tísku að gera og ekkert að gera með frjálst val kvenna. Rætur þeirra liggja í kúgun kvenna, einangrun þeirra frá samfélaginu,  forræði og eignarrétt karla yfir þeim.

Það er þjónkun við kvennakúgun að leyfa andlitsblæjuna og grímuna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.4.2011 kl. 22:03

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er ekki langt síðan kona var hýdd á almannafæri í eihverju þessara landa (man ekki hvaða). Ég sá myndband af þessu og hvernig svipan dundi á henni og líka andlitinu.

Segir sitt um það hversu sjálfviljugar konur eru um þennan klæðaburð. Karlarnir stóðu hjá og hlógu á meðan konunni var misþyrmt og hún niðurlægð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.4.2011 kl. 00:45

11 Smámynd: Dagný

Sæll Svanur. Það er ansi margt sem endurspeglar kúgun kvenna og þótt vissulega megi líta svo á að konur sem er fyrirskipað að hylja andlit sitt og líkama  séu kúgaðar líta margar þeirra svo á að þær séu þannig frelsaðar undan glápinu. Það er engu minni kvennakúgun að baki fegurðarsamkeppnum og tískubólum vesturlanda. Okkar mælistika er ekki endilega sú eina rétta. Hvort sem trúin boðar blæju eða ekki þá er það ekki okkar að fordæma siði annarra menningarsamfélaga. Í okkar samfélagi grasserar nefnilega líka mjög mikil kvenfyrirlitning, við erum bara svo vön henni að við tökum ekki eftir henni.

Dagný, 12.4.2011 kl. 01:09

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Dagný; Það er hárrétt sem þú segir um neikvæðar hliðar vestrænnar menningar, en það afsakar ekki að taka upp ósiði hinnar austrænu og einar öfgarnar lækna ekki hinar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.4.2011 kl. 01:47

13 identicon

Hafið þið nokkurn tíma séð konu klædda í niqab/burku borða spagetti á veitingahúsi ?  Það hef ég séð, ég þurfti ekki að fara í bíó í mörg ár á eftir.

Jóhanna (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 06:14

14 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Með því að banna fólki að velja sér klæðnað, hvort sem það er mínípils, buxur eða búrka, er einmitt verið að taka upp "austræna ósiði" og öfgar, Svanur. (Ps. Ertu nokkuð búinn að fletta orðinu 'löstur' upp í orðabók?)

Annars skrifaði ég um þetta búrkubann 2009
. Ég mæli með því að menn sleppi því að lesa kommentin við færsluna, vilji þeir halda í síðustu leifarnar af trú sinni á mannkynið.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.4.2011 kl. 10:51

16 Smámynd: Riddarinn

Dagný þú ættir líklega að koma til nútímans varðandi fegurðarsamkeppnir og það eitt að þú skulir setja fegurðarsamkeppnir á sama borð og Búrkur og Múslimska kvennakúgun segir mér að þú hefur líklega ekki kynnt þér mikið varðandi Múslima og líklega ertu frekar ókunnug fegurðarsamkeppnum því líklegast eru þær konur sem eru svona óskaplega á móti þeim akkúrat þær konur sem hafa aldrei haft tækifæri á að taka þátt í þannig keppnum vegna þess að þær hafa ekki þá kosti eða fegurð sem til þarf og hafa í gegnum árin horft öfundar augum á þessar konur sem hafa það sem til þarf og gráta á kvöldin í koddann af því að þær fengu ekki tækifæri eða útlitið sem til þarf .

Ég þekki konur sem hafa tekið þátt í fegurðarsamkeppnum og þær voru ekki kúgaðar til að taka þátt eða barðar til þess að taka þátt en það er næsta víst ef kona neitar að fara í Búrkuna að hún sé rétt dræp rétt eins og þegar Múslinskar konur í sumum þjóðfélögum ef þær sjást tala við aðra kallmenn en ættingja sína þá eru þær réttdræpar og ekki mega þær keyra bíl eða fæða barn þar sem kallkyns læknir er að taka á móti og þær eru frekar látnar drepast hægum dauðdaga með barnið á miðri leið en að annar kallmaður sjái þær naktar án búrkunnar.

það er einfaldlega meira atryði fyrir Múslímsku eiginmennina að enginn sjái þær án búrkunnar en að þær lifi fæðinguna af.

Svo mikils virði eru blessaðar konurnar eða öllu heldur kóraninn þeirra sem að Múslima mati segir þeim að gera þetta og hitt mis gáfulegt og allt sem kemur frá þessum Kóran er heilagra en allt heilagt og sá er réttdræpur sem hallmælir Kóraninum eða þessum blessaða Alla Balla þeirra sem var uppi sautjánhundruð og súrkál með hugsunarhátt sem er forneskjulegur og á ekki heima í nútímanum en það á að vísu við um Biblíuna líka því tímanir breytast og mennirnir með þó ekki sé það alltaf til batnaðar því miður.

Dagný,Lestu sannsögulega bók sem heitir "SELD"og jafnvel bókina "1000 bjartar sólir"og skelltu þér svo hingað og tjáðu þig um þetta aftur,gæti bent þér á margar aðrar þekktar bækur þar sem þú gætir fræðst aðeins um þessi málefni og þá kæmi kannski annað en svona fordómabull gagnvart fegurðarsamkeppnum sem konur eru ekki dregnar né barðar til að taka þátt í.

Svo væri auðvitað gott ef þú ferðaðist um lönd þar sem Múlsimar eru uppá sitt besta og ráða ríkjum með trúarofsanum,kæmir eflaust heim mun fróðari og líklega væri fegurðarsamkeppni ekki eitthvað sem þú myndir nefna í þessu samhengi eftir þá lífsreynslu. 

Riddarinn , 12.4.2011 kl. 10:59

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Tinna; Ertu enn í orðabókleiknum þar sem þú vilt meina að sjálfsfróunin sé mikill löstur? :)

Það hafa margir skrifað um búrkuna og búrkubannið og þetta sem Tinna skrifar er alveg ágætt en því miður fellur hún í þá gryfju að halda að þetta sé spurning um að virða valfrelsi íslamskra kvenna. - Í þessu samhengi er aldrei fjallað um þær milljónir íslamskra kvenna sem eru neyddar til þess að klæðast búrkum og andlitsgrímum. - Einungis er haldið á lofti málstað þeirra fáu sem finna í búrkuklæðnaði málstað sem þær "mega" berjast fyrir og er oft eina pólitíska tjáningin sem er þeim leyfileg.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.4.2011 kl. 11:12

18 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Svanur: Ég skil ekki hvað þú ert að segja... ég veit hvað orðaókin segir að orðin þýði, en þar sem þú tekur ekki mark á henni gætirðu verið að nota þau í allt annarri merkingu en við Menningarsjóður. ;)

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.4.2011 kl. 11:29

19 identicon

Riddari: það er einfaldlega meira atryði fyrir Múslímsku eiginmennina að enginn sjái þær án búrkunnar en að þær lifi fæðinguna af.

Þú ættir að fara varlega í að alhæfa svona, sýnist nú á skrifum þínum að þú vitir ekkert betur um Íslam en eitthver annar! Hefuru lesið Kóraninn? Það hef ég gert og ég get sagt þér það að flest af þessum óhroða sem þú hefur skrifað er kjaftæði og yfirleitt tekinn úr samhengi. Það er BANNAÐ að meiða aðra manneskju, stendur oft í Kóraninum. Auðvitað eru til öfgamenn en þeir eru ALLSTAÐAR. Kvennfyrirlitning er ekkert einsdæmi sem tíðkast bara í Mið-ausurlöndum, ógeðsleg hræsni í körlum sem garga á rétt Íslamskra kvenna til að vera ekki búrkuna, vælandi um kvennfyrirlitningu Múslima, en sjálfir eru þeir lítið skárri, það er nefnilega líka kvennfyrirlitning að neita konum að ganga með Burqa sem það vilja og GRÓFT brot á mannréttindum! Eða kannski snýst þetta ekkert aðalega um Burquna hjá þér? Þessi fáfræði og fordómar sem dropa af hverju orði hjá þér minnir frekar á ofsóknir gegn Múslimum!!

Agnes (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 14:22

20 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Legg til að þær konur sem telja það mannréttindi kvenna að ganga í Búrka prufi að ganga í t.d. eina viku í þessum klæðnaði með svarta hanska og rifu fyrir augun. Gefi svo álit sitt á hversu vel þeim líði í þessum kæðnaði og hvort þær teljist nær húsdýrum en samfélagsþegnum.

Sveinn Egill Úlfarsson, 12.4.2011 kl. 14:27

21 Smámynd: Dagný

riddarinn: það er sko alveg satt hjá þér að ég hafði ekki útlitið í fegurðarsamkeppni þegar ég var ung. En að skoðun mín byggist á öfund út  í þær sem það höfðu er vitaskuld jafn gáfuleg og að segja að fólk sem hafi eitthvað á móti nauðgunum sé bara öfundsjúkt. Bendi þér hér á viðtal við eina íslenska fyrrum fegurðardrottningu. Ég hef lesið mikið um kvennakúgun og konur í búrkum og talað við konur af muslimskum sið þannig að þú skalt fara varlega með sleggjudómana. Svo má kannski minna þig á almenna kurteisi!

Tinna: Fott grein hjá þér. Það er gott að velta upp þessum flötum, kúgunin er nefnilega ekki klæðnaðurinn sjálfur heldur viðbrögð fólks við honum. Ég þekki það af eigin raun hvernig fólk kemur misjafnlega fram við mann eftir því hvernig maður klæðist- ætla ekkert náið út í það en það var annars vegar pilsklædd menntaskólastúlka eða pönkari  Og auðvitað á fólk bara að fá að klæðast því sem það vill.

Tinna:

Dagný, 12.4.2011 kl. 14:48

22 Smámynd: Ragnar Einarsson

Búrka er fín fyrir ljótar konur

Ragnar Einarsson, 12.4.2011 kl. 14:58

23 Smámynd: Riddarinn

Agnes:

Það hef ég reyndar sagt áður með Kóraninn þeirra að hann sé ekki sjálft vandamálið heldur hvernig Múslimanir túlka kóraninn á hina ýmsu vegu og nota hann til þess að réttlæta ýmislegt af þeim hroðaverkum sem þeir viðhafa gegn konum og þó ég hafi ekki lesið Kóraninn þá hef ég búið í nokkur ár i Asíu þar sem ég hef kynnst þó nokkuð mörgum Múslimum sem eru svo sem ekkert öðruvísi en annað fólk og lætur ekki eins og þetta strangtrúaða kolbilaða lið sem er allt annað að eiga við og hálf bilað að trúarhita og því sem fylgir þegar fólk fer yfir öll mannleg skynsemismörk vegna trúar sinnar.

Ég hef átt kærustu sem var Múslimi,en hún var það ekki samkvæmt eigin ósk og vildi ekkert með það hafa en hún er neydd til að halda trúnni alla sína æfi því ef hún snýst á móti Múslimatrúnni þá er það dauðadómur yfir henni og betra halda lífi og þegja.

Það eru til erlend kvennasamtök þar sem Múslimskar konur eru saman og eru að berjast fyrir að mega láta afskrá þess trú sem þær fæddust inn í en það er tómt mál að tala um því Múhameð sagði þetta eða hitt fyrir árþúsundum og þau orð eru heilög og ekkert hægt að semja um þá staðreynd.

En ég ætla ekki að gefa mig upp sem sérfræðing í Múslimskum trúarbrögðum eða neinni annarri trú og segi bara það sem ég hef kynnst í gegnum búsetu erlendis og hundruð utanlandsferða í gegnum lífið,þú mátt alveg fræða mig um staðreyndirnar sem þú þekkir og ég skal hlust með eyrun spennt og skilningarvitin rauðglóandi af spennu því allur fróðleikur er góður ef hann er sannur og réttur en hver sér sannleikann sínum augum svo sannleikurinn er líka sveigjanlegur í þessum heimi og ekki sama hver segir frá. 

Riddarinn , 12.4.2011 kl. 15:01

24 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Agnes reit;

það er nefnilega líka kvennfyrirlitning að neita konum að ganga með Burqa sem það vilja og GRÓFT brot á mannréttindum

Hversvegna tekur þú ekki frekar upp málstað þeirra milljóna kvenna sem eru neyddar eignmönnum sínum til að ganga í búrkum og hylja andlit sín fyrir almenningi? - Hvað um málstað þeirra ´múslíma kvenna sem búa á vesturlöndum og verða fyrir ofsóknum og aðkasti múslíma drengja-gengja, láti þær sjá sig í vestrænum fatnaði? -

Lög gegn þessum klæðagröfum sem sumir textar Kóransins eru óréttmætislega stundum notaðir til að réttlæta, eru sjálfsögð og hjálpa miklu fleirum en þau bitna á. -

Hefðirnar að baki búrkunnar og andlistblæjunnar eru af menningarlegar og af sama toga og viðhorf Talibana í Afganistan til kvenna yfirleitt, þaðan sem sem pokabúrkan og andlitsnetið eru ættuð.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.4.2011 kl. 15:07

25 Smámynd: Riddarinn

Þetta orð "valfrelsi" er ansi tengjanlegt því valfrelsi er ekki alltaf valfrelsi þó það sé nefnt það.

Þar sem ég bjó í Asíu borða innfæddir djúpsteikt skordýr og Kakkalakka og þykir þetta herramannsmatur fyrir þá sem ólust upp við þetta og þekkja ekki annað en að borða þetta eins og venjulegan mat og engin neyðir þá í að borða þetta frá byrjun.

Þeir eru vanir þessum mat og sjá ekkert að því að japla á þannig mat frá barnæsku þó aðrir sjái á því van kanta og þyki þetta ógeðslegt þá átta þeir sig ekki á því hvað veldur þessari klígju hjá öðrum þjóðum og af hverju Evrópubúarnir eru ekki fyrir þetta.

Svipað er með þetta "Valfrelsi" sem Múslimakonur hafa gagnvart Búrkunni.

þær eru aldar upp um þetta eins og þetta sé það eina rétta að gera og það sé rangt að ganga án Búrku og auðvitað mæla eitthverjar með Búrkunum því þetta er það sem er búið að innprenta í þær frá blautu barns beini og þær eru vandar á Búrkuna eins og annað og þann hugsanagang að hún sér sjálfsögð.

og það er ekki í umræðunni eða nokkur hugmynd á þann veg hjá strang trúuðustu múslimunum að klæðast ekki Búrkunni þegar eiginmennirnir ætlast til þess því orð Eiginmannsins eru lög og konan hans eign og hún skal hlýða og ekkert röfl eða þær eru barðar duglega og ef það dugar ekki þá veit enginn hvar það ætli jarðarförum kvenna myndi ekki snarfjölga ef konur í ströngustu löndunum færu að mótmæla þessum hefðum við sína menn.

Þetta á ekki við í öllum löndum en þetta er samt algengt viðhorf í þessum strangtúuðustu  löndum og ef Kona er lamin í klessu og færi til lögreglu þá er bara sagt "við getum ekkert gert og meigum ekkert gera"því þeir hafa engan rétt til að skipta sér að þessu þar sem konan er eign kallsins og hann má gera það sem hann vill við það sem hann á lögum samkvæmt.

En konurnar klaga ekki kallana sína og geta ekkert gert og þessi hringur gengur áfram öld eftir öld án breytinga og ekkert breytist til hins betra í verstu löndunum.

Eins er með þessar Búrku druslur,þær breiðast bara út og það má ekkert segja við einu né neinu af því þá er það árás á þeirra Trúarbrögð og allt er OK ef það eru trúarbrögð á bak við gjörningin.

Trúin er einfaldlega skálkaskjól fyrir þá að gera hvað sem þeir vilja og hefur verið það í óteljandi öðrum trúarbrögðum sem ég hef lesið um og mörg grimmustu verk mannkynssögunar eru vegna trúarbragða eða þeim tengt.

Kristnin er víst ekki untantekning varðandi grimdina í gegnum tíðina en sem betur fer þá hefur enginn lesið það svo ég vita í Biblíunni að Búrka sé aðal málið svo heimurinn lifi af.

Það þarf stundum að gera eitthvað í hlutunum og breyta með margskonar látum þó það séu trúarbrögð og lagfæra og breyta hlutum sem eru út úr kortinu þó þeir hafi verið við lýði í mörg þúsund ár þá eiga þeir ekki alltaf rétt á sér og Búrkan er að mínu mati eitthvað sem þarf að reyna að stemma stigum við svo að heimurinn endi ekki á því að vera fullur af Svörtum Mörgæsum gaggandi niðri í miðbæ þar sem enginn þekkir hvorn annan.

Hvernig í skrambanum á maður þá að fara að því að hössla kvennfólk í bólið ef það eru ekkert nema svartar Mörgæsir í bænum og á böllum.....Uffff hræðileg tilhugsun .

Skyldu Mörgæsir vera góðar í bólinu?

Riddarinn , 12.4.2011 kl. 16:37

26 Smámynd: Dagný

Jæja!!! Þar sannast það sem mér hafði verið sagt: "Never argue with a fool. He'll drag you down to his level and beat you with experience". Málflutningi lokið.

Dagný, 12.4.2011 kl. 18:33

27 identicon

hmmm er ekki burka eins og talibana konur eru neyddar til að nota? það er að mér skilst ekkert tengt blæjur sem að er það sem flestar múslima konur nota.

Heiða (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 18:34

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvað er burka?  hér

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.4.2011 kl. 18:56

29 Smámynd: Árni Gunnarsson

Aldrei hefði ég trúað því að ég ætti eftir að lesa pistil þar sem kona í frjálsu landi mærir niðurlægingu kvenna. Getur einhver útskýrt hvers vegna búrkunnar er krafist? Hver setti þessi lög um búrkuna, voru það múslimakonur?

Mig langar ekkert til að ganga um götur borga og mæta einhverri persónu í kufli og sem þar að auki sést ekki í augun á. Er þessi persóna með hníf?

Getur verið að sumar konur þrái að vera niðurlægðar?

Árni Gunnarsson, 12.4.2011 kl. 21:05

30 identicon

Múslimar eiga það til að nota þennan búning í skæruhernaði til að dyljast og þá aðallega karlmenn. Þess vegna er unnið í því að banna hann á vesturlöndum. Meira að segja er bannað hér á Íslandi að hylja andlit sitt að ónauðsynjanlegu meðal almennings og skipta trúarbrögð þar engu máli.

Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 21:12

31 Smámynd: Dagný

Dagný, 12.4.2011 kl. 21:35

32 identicon

Árni. Eigum við þá ekki bara að ganga skrefinu lengra og banna síða frakka viðkomandi gæti verið með sveðju undir frakkanum!

Agnes (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 23:54

33 identicon

Svanur. Óréttlæti gagnvart sumum, réttlætir ekki óréttlæti gegn öðrum! Lol þvílík hræsni!

Agnes (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 23:57

34 Smámynd: Ragnar Einarsson

Jamm förum öll með lambhúshettu á 17 júní

Ragnar Einarsson, 13.4.2011 kl. 00:50

35 Smámynd: Ragnar Einarsson

Fór með búrku í bankann í gær,,,,slæm hugmynd.

Ragnar Einarsson, 13.4.2011 kl. 00:51

36 Smámynd: Ragnar Einarsson

Lambhúshettan var í hreinsun

Ragnar Einarsson, 13.4.2011 kl. 00:52

37 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Agnes, búrkubann er ekki óréttlátt gagnvart neinum. Ef að búrkan væri ekki svona mikið kvenkúgunartæki væri þetta allt annað mál.

Stór hluti íslamskra kvenna veit samt ekki einu sinni hvað kvenkúgun er.

Eiginmenn mega samkvæmt saríalögum berja þær fyrir að neita að sofa hjá þeim. Konum finnst sjálfum ekkert athugavert við það. Þær eru stöðugt minntar á að Íslam þýðir undirgefni.

Sumir karlar leyfa þeim ekki að klæðast skóm. - Það er örugglega hægt að finna einhverjar sem segja; "það er bara þægilegt að ganga berfætt". Tilgangurinn með því að leyfa þeim ekki að fara í skó er að hefta ferðir þeirra. -

Búrkuklæddar konur eru óspart notuð í pólitískum tilgangi. Karlmenn segja eiginkonum sínum að klæðast búrkum til að undirstrika trúfrelsi. Samt hefur búrkan ekkert með Íslam að gera í raun og veru.

Kvennakúgun tekur á sig margar myndir.

Í Kína voru það til skamms tíma reyrðir fætur. Konum var sagt að smáir fætur væru fegurðarmerki. Í milljónatali voru stúlkubörn bækluð ævilangt vegna þessarar hefðar. - Það var ekki fyrr en siðurinn var gerður ólöglegur að hægt var að uppræta hann. -

Í Afríku tíðkast enn umskurður kvenna. Konurnar sjálfar framkvæma þennan hræðilega og afar sársaukafullu bæklun á stúlkubörnum sínum. þær sjá ekkert athugavert við siðinn. Hvað þær varðar er siðurinn liður í að geta lifað siðlegu líferni. Engin ánægja af kynlífi gerir konuna líklegri til að vera manninum sínum trú. Auðvitað á að taka fram fyrir hendurnar á þessum vel meinandi konum og banna þetta með lögum.

Svona væri hægt að halda á fram um hríð og telja upp dæmin þar sem konur  víðs vegar um heiminn er haldið í viðjum fáfræði og kredda og frelsi til að "velja" ekki einu sinni fræðilegur möguleiki.

Búrkan er hluti af þessum viðjum. Þær fáu konur sem brotist hafa undan þessari kúgun á allan hátt, kalla búrkuna "kvennagröf".

Ef að það er hræsni að vekja athygli á þessu Agnes, gengst ég glaður við þeirri nafnbót.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.4.2011 kl. 01:06

38 Smámynd: Egill

ef einhver er á því að kúgun kvenna sé á einhvern máta sú sama á vesturlöndum og í þeim löndum þar sem yfirvöld líta framhjá eða framfylgja lögum sem sjá refsingar við því að ganga ekki í alklæðnaði eins og burku,  þá þarf hinn sami að draga stóran hluta höfuðsins úr rassgatinu á sjálfum sér og hugsa sig tvisvar um.

því jú auðvitað er hægt að líta svo á að vestræni heimurinn með sinni útlitsdýrkun og staðalímyndir fyrir hina "fullkomnu" konu sem er hamrað á konum og stelpum í vesturlöndum, með auglýsingum og tískublöðum, sé tegund af kúgun.

en engin kona er neydd í bikini, engin kona er hýdd fyrir að vera yfir 50 kg, engin kona er drepin af fjölskyldu sinni til að verja heiðurinn ef hún dirfist að tala við ókunnugan karlmann, engin kona er sem smá stelpa neydd í að gangast undir afskræmingu á kynfærum sínum.

ekki á vesturlöndum, nema þú tilheyrir einhverjum hóp með svo brengluð gildi að þetta sé normið.

hinn vestræni heimur þó hann sé ekki fullkominn, er það besta sem við höfum, enn sem komið er, en alltaf má gera betur og það er eitthvað sem allir eru sammála um, og munur á réttindum kvenna í dag og fyrir 50 árum, bara hér á íslandi er svo mikill að ungu fólki í dag gæti varla dreymt upp aðstæður eins absúrd og þær sem konur hér á íslandi lifðu við hér áður.

en að bera þessa hluti saman eins og þeir séu eitthvað annað en mjög mjög mjög fjarskildir hlutir með álíka titil er fásinna.

 "En að skoðun mín byggist á öfund út  í þær sem það höfðu er vitaskuld jafn gáfuleg og að segja að fólk sem hafi eitthvað á móti nauðgunum sé bara öfundsjúkt"

nei þetta er ekkert óeðlilegt að reyna að halda því fram að einhver sem getur ekki tekið þátt í fegurðarsamkeppni sé öfundssjúkur útí þá sem geta það.

hver myndi ekki vilja vera obbulítið fallegri eða spenglegri eða axlabreiðari eða myndarlegri,  þeir örfáu sem falla utan við þennan hóp vinna án efa allir í hollywood eða þaðan af verra.

og að bera þetta saman við nauðgun og einhvern sem er öfundsjúkur er svo lélegt dæmi að það nær engri átt.

fegurðarsamkeppni, hér er takmarkið ekki að allir takir þátt nauðugir, má alveg búa til dæmi um slíkt, en það er vonandi í miklum minnihluta og ef það gerist þá er það sá hluti sem er slæmur, það að einhver neyði annan í að gera eitthvað.

nauðgun, hér er takmarkið einmitt að annar taki þátt nauðugur, það er bévítans skilgreiningin á nauðgun.

er næstum því reiður útí þig að hafa komið með þennan ömurlega og fávitalega samanburð.

Egill, 13.4.2011 kl. 01:12

39 Smámynd: Dagný

Jæja - er nú ekki búið að bulla nóg?! Tímabært að setja lokið á pottinn.

Það sem mér finnst merkilegast við þessa umræðu er að þar eru karlmenn í meirihluta. Það er nú gott hvað þeir láta sér annt um systur sínar úti í heimi.

Það sem upp úr stendur er eftir sem áður - eiga konur að hafa val um hverju  þær klæðast og ef svo er af hverju mega þær þá ekki klæðast búrku ef þær óska þess sjálfar? Og jú - það eru til konur sem vilja það sjálfar án þess að vera kúgaðar til þess af eiginmönnum eða feðrum og ef búrka kæmist í tísku á vesturlöndum þætti sá klæðnaður engu verri en gallabuxur. Málið er bara að búrkan kemst ekki í tísku af því að hún á sér uppruna í muslimskum sið og vesturlandabúar hafa skömm af Muslimum enda hræddir við þá og þeirra framandi menningu.

Dagný, 13.4.2011 kl. 09:30

40 identicon

Vitið þið annars, þið konur sem segist vera kristnar, vitið þið að biblían bannar ykkur að klæðast hinum ýmsu fötum, buxur eru td algerlega bannaðar... sem og allt það sem gæti látið kristnum körlum rísa hold.

doctore (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 11:59

41 identicon

Konur sem vilja klæðast á trúarlegan máta.. þær eru bara að opinbera að heilaþvotturinn virkaði mjög vel á þær.
Þetta er ekki þeirra vilji, þetta er vilji annarra.. annarra karla sem eru afbrýðisamir.. karla sem telja konur vera hlut af búpeningi.
Já vitið þið það krostnu konur; Samkvæmt biblíu, já og boðorðunum 10, þá eruð þið hluti af búpening karla.. og þið eigið að halda kjafti; Það segir hornsteinn íslands, biblían.
Vissuð þið að biblían er hornsteininn í kóraninum?.. án biblíu þá væri kóran ekki til.
Þessar bækur eru handbækur stríðsherra og þrælahaldara, augljóst... bara græðgin í extra líf í lúxus blindar fólk fyrir þessari staðreynd.

doctore (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband