Villandi frétt.

Alltaf skal skuldinni skellt á blessaða móðurmjólkina. Það er ekki móðurmjólkinni að kenna að barnið lést heldur skorti á henni og skorti á næringarefnum í móðurmjólk þessarar tilteknu konu vegna einhæfðrar fæðuneyslu.

Ef móðir borðar fjölbreytt fæði og framleiðir næga mjólk í brjóstum sínum á barn hennar ekki að líða skort þótt það fái eingöngu móðurmjólkina fram eftir aldri. Barnið þarf hins vegar sífellt meira magn hennar til að þrífast eftir því sem það eldist og líklegast gerir náttúran ráð fyrir að börn fari að borða fasta fæðu um það leiti sem þau byrja að taka tennur - eða svona um mitt fyrsta árið. Og auðvitað þurfa allir að borða fjölbreytta og næringarríka fæðu, ekki síst börn og konur með börn á brjósti.

Þannig að í guðanna bænum ekki taka þessari frétt á þann hátt að móðurmjólk geti verið skaðleg. Það er hún aldrei. Hún er þvert á móti hollasta fæðan fyrir ung börn og því meira sem þau fá af henni og því lengur - þeim mun betra. Það þarf bara að muna að börn eru ekki ungabörn að eilífu og þarfir þeirra breytast eftir því sem þau eldast.

breastfeeding


mbl.is Gáfu barninu aðeins móðurmjólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Ég efast nú reyndar um að það sé hollara fyrir börn að fá brjóstamjólk mæðra sem eru á allskonar þunglyndis og geðlyfjum (einsog er svo algengt á Íslandi), í staðinn fyrir fullkomlega vítamínbætta þurrmjólk. Kannski var bara eitthvað að þessu barni, það getur hafa átt erfitt með að vinna úr móðurmjólkinni eða bara eitthvað og mjög langsótt að tengja það því að móðirin (eða þá faðirinn) sé vegan!!! Mér finnst fáránlegt að halda því fram að konur sem séu grænmetisætur séu ekki að fá nægilega mörg næringarefni í fæðunni, miðað við t.d hormónakjötæturnar sem fylla vestrænu sjúkrahúsin, ásamt börnunum sínum litlum.

halkatla, 29.3.2011 kl. 12:25

2 Smámynd: Che

Pirrhringur: Börn, sem einungis fá grænmetisfæðu að borða, þroskast ekki eðlilega.

Che, 29.3.2011 kl. 14:07

3 identicon

Pirrhringur. Þú þarft ekki annað en bara að lesa þér til um innihald þurrmjólkur vs. brjóstamjólkar til að sjá það að þurrmjólkin er ekki "fullkomlega vítamínbætt" og fínt val í staðin fyrir að gefa brjóstamjólk, ÞRÁTT fyrir að maður sé á þunglyndislyfjum. Það er án efa meira gott fyrir barnið að fá móðurmjólk móðurs á þunglyndis og geðlyfjum (fyrir utan EINSTAKLEGA fá tilfelli). Það er allt MEÐ því að gefa móðurmjólkina, hún er sérstaklega hönnuð fyrir barnið (Miklu meira auðmeltanlegri heldur en þurrmjólkin þannig að án alvarlegs sjúkdóms ætti barnið enga erfiðleika að hafa til að vinna úr móðurmjólkinni) og tekur mið af breytingum sem móðurkroppurinn finnur líka frá umhverfinu, að ég tali nú ekki um það sem það gerir fyrir ónæmiskerfi barnsins. En stundum er ekkert annað hægt að gera en að nota þurrmjólk og þá er það okay. Ég gæti skrifað heilan helling um þetta þar sem að ég vinn við þetta og er að lesa til brjóstagjafafræðings en ég læt þetta duga :) Vona að ég hafi ekki skrifað þetta í of miklu flýti þannig að eitthvað misskiljist :/

Iris Bjorg (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 15:20

4 identicon

Þær vísindarannsóknir sem hafa leitt í ljós gróða brjóstamjólkur umfram þurrmjólk eða álíka vörur eru mér vitandi EKKI MEÐ MÆÐRUM´Á LYFJUM. Þannig að það að heyra Írisi fullyrða að þetta hljóti að vera betra að vera á lyfjum og mjólka er áhyggjuefni og ber vott um brjóstamjólkurfanatismann sem að sumu leyti er ekki alslæmur (gott að agitera fyrir brjóstamjólk, en póstar eins og þessi fullvissa mig algerlega og fullkomlega um að öllu megi ofgera).

Brjóstamjólk er hið rétta val í ca. 90-95% tilfella, en það að hunsa að það geti átt rétt á sér 5-10% frávik frá þessu eins og barnaland.is og fleiri vefir (Íris gengur ekki alveg nógu langt til að ég vilji taka hana án fyrirvara í þennan flokk) er fáranlegt.

öllu má ofgera (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 22:06

5 identicon

Öllu má ofgera

Það er til heil bók BARA um útskil allskonar lyfja í brjóstamjólk. Sum skilja sig meira út í brjóstamjólkina en önnur (og við erum stundum að tala um mjög svo lága prósentutölu) og eru t.d sum algengustu þunglyndislyfin í MJÖG lágum mörkum.

Því hefur líka verið haldið fram af sumum rannsakendum að mæður ættu að hætta að gefa brjóst við 4 mánaða aldur vegna þess að þá fer að útskiljast svo mikið af eiturefnum móður (sem eru í líkama hennar....allt sem hún tekur inn í sig gegnum krem, ilmvötn, umhverfi og svona) út í mjólkina. Sérfræðingar sem eitthvað hafa rannsakað brjóstamjólk að ráði og brjóstagjöf eru þó sammála um það að kostir þess að halda áfram eru margfalt meiri.

Þú talar um "brjóstamjólkurfantismann" og geri ég ráð fyrir því að þú meinir að mér finnist að mæður eigi að gefa brjóst þótt það dræpi þær :) Ég hef þó ráðlagt nokkrum mæðrum að gefa bara flösku þar sem þeirra aðstæður hafa verið þannig, því að brjóstagjöf á ekki að vera kvöð, heldur ánægjuleg stund og tenging móður og barns og það getur líka fengist með flöskugjöf. Það gerir engu barni gott ef að það skynjar að móðrinn líkar ekki eða á mjög erfitt með að vera að gefa brjóst (ástæður geta verið margar).

Því er samt ekki að neita að móðurmjólkin er skapt fyrir barnið og það besta....ef völ er á því :)

Iris (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 06:20

6 Smámynd: Dagný

Mikið hlakka ég til þess dags þegar brjóstagjöf verður óumdeild. En meðal þeirra sem hafa val er það sjálfsagt jafn fjarlægt og að allir verði sammála mér í öllu. 

Dagný, 30.3.2011 kl. 09:22

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Brjóstamjólk er það besta fyrir barnið fyrstu mánuðina, málið er að barnið var orðið meira en eins árs, og fékk eingöngu móðurmjólk.  Því má hugsa sér að líffæri sem eiga að þroskast við að vinna úr fæðu hafi ekki haft nein verkefni.  Auðvitað þarf að fara að gefa börnum mat eftir 6 mánaða aldur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2011 kl. 11:31

8 Smámynd: Che

Það er rétt, Ásthildur, börn eiga líka að fá barnamat eða álíka eftir 6 mánaða aldur.

Dagný, það eru líka börn sem taka ekki við brjóstamjólk og sem verða þá að fá þurrmjólkurblöndu. Yngsta dóttir okkar vildi ekki brjóst og við vorum dáliítið kvíðin yfir því að hún myndi verða móttækilegri fyrir sjúkdómum eða vanta eitthvað, en það hefur allt gengið vel með hana. Svo að þótt brjóstamjólk sé bezta lausnin fyrir ungabörn, þá er það ekki heimsendir þótt þau fá hana ekki.

Hins vegar var vítaverð sú auglýsingaherferð (enda gagnrýnd mikið) sem þurrmjólkurframleiðendur voru með í 3. heims löndum fyrir nokkrum áratugum síðan fyrir mæður með börn á brjósti. Og eins og þú veizt gera framleiðendur allt til að selja vöruna sem þeir geta komizt upp með, sama hvað það er siðlaust.

Vandamálið sem kom upp var ekki bara það, að börnin sem voru tekin af brjósti, misstu af hollustunni, heldur var vatnið, sem notað var til að blanda þurrmjólkinni oft mengað af Coli E. og olli ungbarnadauða. 

Che, 30.3.2011 kl. 13:20

9 Smámynd: corvus corax

Mannskepnan er þannig líffræðilega gerð að hún getur ekki þrifist eðlilega á jurtafæði eingöngu og er bæði jurta- og kjötæta hvað sem grænmetisætur reyna að berja hausnum við steininn. Ákveðnar lífsnauðsynlegar amínósýrur fást aðeins úr kjöti en eru ekki til í grænmeti eða öðru jurtafæði. Svo einfalt er það. Það er jafn heimskulegt að neyta einungis jurtafæðu eins og að neyta einungis fæðu úr dýraríkinu. Í þessu gildir eins og oftast annars, meðalhófið er best.

corvus corax, 30.3.2011 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband