"Bara" hundrað þúsund kall!

Ég hef staðið í þeirri meiningu að þorri Íslendinga væri  í sömu sporum og ég, þ.e. þyrfti að vinna myrkranna milli en ætti þó varla til hnífs og skeiðar og þyrfti að velja úr reikningabunkanum hver yrði sá heppni þennan mánuðinn og fengi borgað það sem ég skuldaði með vöxtum og vaxtavöxtum. En ég virðist hafa misskilið þessa kreppu eitthvað því þarna voru a.m.k. 20 Íslendingar sem áttu afgang til að kaupa sér leikfang fyrir 100 þúsund krónur. Er nema von að manni sárni Crying
mbl.is Símar seldust upp á rúmri mínútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er að fá 111.000 rúmar á mánuði frá Vinnumálastofnun...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2011 kl. 01:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÉG er að æfa mig í að spara meira en ég hef gert.  Get samt leyft mér ýmislegt, en myndi aldrei spreða pening í svona vitleysu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2011 kl. 11:32

3 Smámynd: Dagný

Það er greinilega misjafnt hvar forgangsröðun fólks liggur. Held að sími væri svona með því aftarlegasta hjá mér 

Dagný, 23.3.2011 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband