30.11.2010 | 17:13
Slæm niðurstaða!!
Þessi listi endurspeglar alls alls ekki þverskurð af þjóðfélaginu og merkilegt hvað eru margir þarna sem hefðu aldrei átt að hljóta kosningu. Á þessum lista er 1 einstaklingur af mínum lista og 2 til viðbótar sem komust inn á listann minn en voru látnir víkja af honum til að skapa meiri jöfnuð. Hvar er allt landsbyggðarfólkið sem þyrfti að vera þarna til mótvægis við höfuðborgarbúana? Hvar er unga fólkið sem bauð sig fram? Var kannski vitleysa að kjósa á stjórnlagaþingið - þetta er eins óhlutlaust og hægt er að vera. Hefði e.t.v. verið betra að hvert byggðarlag/hreppur/sýsla hefði kosið sér fulltrúa á þingið? Æ maður veit ekki hvað er best í þessu en þetta er ömurleg niðurstaða.
25 kjörin á stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju í ósköpunum ætti þetta að vera "þverskurður þjóðarinnar"? Þá hefði alveg eins verið hægt að velja 25 einstaklinga af handahófi. Er ekki betra að fá fólk með áhuga - fólk með skoðanir sem höfða til fjöldans og fólk sem kann að koma sínum skoðunum til skila á skammlausan hátt?
Þannig fólk er ekki "þverskurður þjóðarinnar - myndirðu t.d. vilja velja fulltrúa þannig að helmingur þeirra væri með greind undir meðaltali? Slíkt myndi endurspegla þjóðina, ekki satt?Púkinn, 30.11.2010 kl. 17:18
sammála þér dagný, þetta sýnir hvað lýðræðið getur verið gallað jafnvel þótt að það sé betra en allt hitt sem tilheyrir sögunni. Eins og þessi Ástrós hún var bara orðin ein söluvara auglýsti sig mjög mikið, greinilegt að það eru peningar og fallegar umbúðir sem skila mun meiri atkvæðum heldur en það sem fólk stendur fyrir.Mjög ósáttur með þetta.
Sverrir Torfason (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 18:14
Vissulega endurspeglar hópurinn ekki landfræðilegan þverskurð en að örðu leiti sé ég ekki betur en hann sé samsettur úr meðaljónum sem aftur er mjög í samræmi við framboðslistann.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.11.2010 kl. 18:47
Hvað segirðu, komust ekki allir sem ÞÚ greiddir atkvæði? Ja hérna, þvílíkt óréttlæti!
Skeggi Skaftason, 30.11.2010 kl. 23:00
Þeir sem völdust á stjórnlagaþing eru að mestu fulltrúar "Silfurs Egils" og þar hafa komið fáir af landsbyggðinni. Til hamingju Egill Helgason. Sjálfsagt verður það þeirra hlutverk að "koma" ákvæði inn í stjórnarskrána, sem gerir það auðveldara fyrir Heilaga Jóhönnu & co að innlima landið í ESB.
Jóhann Elíasson, 1.12.2010 kl. 12:37
Skeggi: "Ef væru allir eins og ég þá yrði betra hér"
Þetta er sjálfsagt flest prýðisfólk - hefði bara viljað sleppa því alveg að hafa pólitíkusa í þessum hóp og eins og ég segi, það hefði þurft fleiri af landsbyggðinni. Vonum bara að þessi sem komust að vinni vinnuna sína
Dagný, 1.12.2010 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.