Og hefst þá....

jólaundirbúningurinn.

Haldið var upp á tvöfalt 6 ára afmæli hér í gær, tvöfalt í allri merkingu, hér voru tvö afmælisbörn og tvær veislur - ein vinkonu og ein ættingja Smile  Það passar mjög vel að hefja aðventuna þegar þessi veisluhöld eru frá - bara vika í fyrsta sunnudag í aðventu Heart

Ég hef alla tíð verið mikið jólabarn og árum saman hóaði ég stórfjölskyldunni saman á fyrsta sunnudag í aðventu í smákökur og kaffi. Það voru óhemju notalegar stundir og hjá okkur gekk eiginlega hátíðin í garð með þessu boði. Húsið var alltaf skreytt og bakaðar nokkrar kökusortir helgina fyrir aðventubyrjun og þá fékk maður líka að þjófstarta jólalagaspilinu Wink En svo fæddust litlu snúllurnar mínar um miðjan nóvember og eftir það hefur ekki verið haldið aðventuboð þar sem afmælið þeirra ber eiginlega í aðventuhelgina. Svo það er bara öllum hóað saman í afmælisboð í staðinn og síðan hafist handa við jólaskreytingar og smákökubakstur. Ósköp notalegt þótt það sé vissulega öðruvísi. En siðir breytast líkt og fólkið og eitt kemur í annars stað.

Óska ykkur góðrar vinnuviku - ég ætla að njóta hennar Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Dóttir mín á afmæli á sunnudag, 28 nóvember. Mér finnst þessi tími alltaf góður þegar jólastemmningin fer leggjast yfir. Eigðu góða viku. :)

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2010 kl. 20:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Notaleg lesning Dagný mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2010 kl. 11:13

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með snúllurnar þínar  Frumburðurinn minn verður 34 ára 28. nóvember 1. sunnudag í aðventu

Jónína Dúadóttir, 22.11.2010 kl. 14:56

4 Smámynd: Dagný

Já það er bara notalegt að eiga afmæli svona rétt fyrir jólin. Þakka góðar kveðjur

Dagný, 22.11.2010 kl. 15:19

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2010 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband