16.11.2010 | 13:48
Ekki skrítið að fæðingum fjölgi á FSA
Það er búið að loka öllum öðrum fæðingadeildum fyrir norðan. Nú þurfa konur frá öllu norðurlandi að fæða á FSA. Hugsið ykkur að fara af stað í fæðingu frá t.d. Kópaskeri í veðri og færð eins og verið hefur undanfarið. Þá heyrist sagt: "já en hún verður bara að fara til Akureyrar/Reykjavíkur í tæka tíð fyrir fæðinguna". En bíðið þið við - hvenær er tímabært að fara að heiman? Er það daginn fyrir áætlaðan fæðingardag, viku, hálfum mánuði fyrr? Hvað ef hún gengur svo tvær vikur fram yfir? Og hvert á konan að fara? Það er alltaf látið eins og fólk eigi innskot hjá ættingjum og vinum nálægt sjúkrahúsunum. Sú er þó ekki alltaf raunin því það er í alvöru til fólk sem á enga að á þessum stöðum - allavegana ekki nógu nákomna til að setjast upp hjá þeim svo dögum og vikum skipti. Og á konan að fara ein að heiman frá sér til að setjast upp hjá Lúllu afasystur í 2 - 4 vikur? Eða er kannski ætlast til að maðurinn hennar taki sér frí til að fara með henni? Það má líka allt eins vera að konan sé enn í vinnu við 38 vikna meðgöngu (þótt ég mæli ekki með því). Og hvað með eldri börnin sem eru í grunnskólanum - á bara að taka frí fyrir þau líka? Og öll familían að setjast upp hjá Lúllu gömlu!!!? Eða er þessi barneign bara einkamál konunnar og nóg að hringja austur/vestur þegar barnið er fætt og segja tíðindin? Já og ferðast svo með nýfætt barnið aftur heim um allt að 600km leið í allskonar veðri. Já skynsamlegar eru ráðstafanir ráðamanna - eða þannig sko!!!!!!!
Mikið að gera á fæðingardeildinni á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er svo mikil svívirða árið 2010. við aldamótin þar síðustu voru ljósmæður í hverri sveit, eða a.m.k, í kallfæri þegar fæðingu bar að. Svei þessari velferðarstjórn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2010 kl. 15:20
Þetta er einn besti pukntur sem ég hef séð lengi.... og svoooo mikið satt í þessu !!! Þetta er allt að verða ein risa stór sorgarsaga hér á Íslandinu okkar, ég á sjálf 3 börn sem eru 2 ára, 5 ára ( verður 6 í des) og eina sem er 9 ára og ég gæti aldrei hugsað mér að fara langt frá þeim í óákveðin tíma til að faraað fæða(en það er auðvitað allt í fína að skreppa eina helgi í burtu ámeðan að þær vita hvenær maður kemur heim, en það er ekki hægtað segja það þegarað maður á að fara fæða barn), og ekki myndi ég heldur vilja ganga í gegnum þetta án mansinns minns sem ég tel að eigi líka alveg fullan rétt á að vera viðstaddur fæðinguna, sem er akki heldur hægt með þessu fyrir komu lagi því hann þarf þá jú að vera heima með hin börnin og plús það að það er alltaf gott að hafa mannin sinn hjá sér í fæðingu til að styðja mann í genum þetta því að það er ekki sjálfsagt að maður hafi neinn annan til að hafa hjá sér og það getur engin komin í hans stað í svona stöðu.
Það er alltaf sagt að árið 2008 hafi verið slæmt, eftir hrunið og allt það, en svei mér þá... ég held að þetta sé allt að fara á ennþá verri veg og það lítur út fyrir að þeir þarna fyrir sunnan séu virkilega að REYNA að hafa fyrir því að gera okkur hérna á landsbyggðinni lífið leitt og eins og þeir séu að reyna að koma því þannig fyrir að allir muni flýja suður ogsú tilhugsun hryllir mig, því að ég vil að við eigum að fá að vera þar sem við viljum. Og tala nú ekki um skattana... það er alltaf verið að hrifsa meira og meira af okkur hérna á landsbyggðinni, en við greðum alltaf jafn mikla skatta, spurnigin er bara... fyrir hvað erum við að borga ? Það á að vera hér eins og í Noregi ( þó að ég sé ekki mikið fyrir að apa upp eftir öðrum þjóðum) en þar greiðir maður minni skatta eftir því sem maður býr lengra frá þéttbýliog þar með fær maður minni þjónustu.
Takk fyrir mig og eigið góðann dag :o)
María Rakel Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.