16.11.2010 | 10:12
Tvöfalt afmæli
Litlu tvíburastelpurnar mínar vaxa óðfluga - eru orðnar stórar skólastelpur. Þær áttu 6 ára afmæli í gær. Finnst svo stutt síðan þær fæddust - 7 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag - 6 og 8 merkur. Það voru erfiðir tímar. En það rættist úr öllu og þær eru sannkallaðir gleðigjafar. Svo ætlum við að halda stóra afmælisveislu á laugardaginn - með tvenns konar afmælistertum því þær hafa sko ekki sama smekk á neinu. Önnur vill Solluköku eða prinsessuköku en hin þolir ekki þetta bleika þema og vill bara íþróttaálfsköku
Eigið góðan dag vinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.