Krabbameinsútgjöld stjórnlaus?

Öll útgjöld til hátæknilækninga eru stjórnlaus.
Því miður hefur heilbrigðiskerfið orðið fórnarlamb græðgisvæðingarinnar - ekki síst fyrir tilstuðlan lækna og lyfjafyrirtækja. Það eru allt of margir sem hafa af þvi atvinnu og/eða gróða að gera tilraunir með lækningar við öllu sem hrjáir mannkyn.
Lyfjafyrirtækin eru sífellt að finna upp ný lyf sem oft er jafnvel ekki útséð um áhrifin af þegar farið er að nota þau í "lækningaskini". Lækningatækjafyrirtækin eru sífellt að finna upp og þróa tæki og tól sem eiga að auðvelda sjúkdómsgreiningar og "lækningar" en geta jafnvel stuðlað að verri heilsufarslegri útkomu þeirra sem þau nota. Allt er þetta gert í skjóli mannúðarsjónarmiða þegar raunin er sú að gróðasjónarmiðin vega þyngst.
Lyfjafyrirtækin agitera fyrir sínum vörum - halda íburðarmiklar lyfjakynningar og ráðstefnur og bjóða læknum ýmis hlunnindi fyrir að nota vörur þeirra. Það kostar gríðarmikla grunnþekkingu og hlutlausa, gagnrýna hugsun (að nú ekki sé talað um tíma) að sortera allt sem í boði er og uppástaðið að sé til hagsbóta fyrir sjúklinga. Og það þarf sterk bein til að standast ágang lyfjafyrirtækjanna. Flestir læknar eru heiðarlegir og gera sitt besta til að lina þrautir og lækna sjúkdóma. Og þeir verðskulda góð laun fyrir sína vinnu. En læknar eru bara mannlegir og það er auðvelt að láta glepjast af gylliboðum og von um skjótfenginn gróða og vinsældir.
Enginn vill vera veikur og fæstir vilja deyja. Stundum er það þó óumflýjanlegt og það er ljótt að gefa fólki falsvonir um betra og lengra líf þegar ekki er um það að ræða. Það verða alltaf til sjúkdómar sem draga fólk til dauða. Endurnýjun á sér stað í öllu lífríkinu og þannig viljum við hafa það - þótt við viljum ekki missa þá sem okkur þykir vænt um eða deyja frá þeim. Auðvitað er gott og eðlilegt að nota þekkingu til að koma í veg fyrir og meðhöndla sjúkdóma sem rýra lífsgæði eða stefna lífi í hættu. Það verður bara að vera einhver skynsemi í því hvernig og á hverja, lyfjum og tækni er beitt.

mbl.is Krabbameinsútgjöld stjórnlaus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

rétt hjá þér flott skrifað græðgi er oftast númer eitt.

gisli (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 10:17

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Tek undir með Gísla hér að ofan...

Jónína Dúadóttir, 5.10.2011 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband