Það gefur auga leið

að þetta gífurlega háa verð á bensíni hefur áhrif langt umfram hinn almenna bifreiðaeiganda. Almenningur hættir að ferðast um landið, sunnudagsbíltúrar leggjast af og heimsóknum til ættingja sem búa utan næsta nágrennis fækkar. Fyrir vikið dregur úr verslun og afleiddum störfum á strjálbýlli stöðum og tekjur sveitarfélaga á landsbyggðinni skerðast.

Það hlýtur að vera einhver leið til að ná niður bensínverðinu.

 


mbl.is Þolmörkum náð fyrir löngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er til einföld leið, ríkið tekur til sín drjúgan hluta af verðinu, ef ríkið lækkaði sinn hlut myndi verða hægt að lækka eldsneyti töluvert.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2011 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband