Dagný
Ég er að mestu ægilega góð kona
Gallinn er bara hvað ég hef sterkar skoðanir á hlutunum en ekki endilega "réttar"
. Til viðbótar er svo ferlega hörundssár sem er náttúrulega í hróplegu ósamræmi við sleggjudómgreindina
En af þessum sökum bið ég ykkur að fara um mig mjúkum höndum í athugasemdum ykkar við bloggin mín (jafnvel þótt ég eigi það ekki alltaf skilið)
Ég mun á móti reyna að vera ekki með persónuníð og meiðingar